Vill þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum 14. apríl 2007 17:29 Frá landsfundi Samfylkingarinnar. MYND/Anton Brink Samfylkingin vill þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og hyggst hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun gegn fátækt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í stjórnmálaályktun flokksins sem samþykkt var á landsfundi hans í dag. Enn fremur kemur fram í stjórnmálaályktuninni að efling velferðarkerfisins og ábyrg efnahagsstjórn séu rauði þráðurinn í stefnu Samfylkingarinnar. Samfylkingin vilji þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og ný vinnubrögð til að tryggja samstillingu efnahagsaðgerða.Þá vilji flokkurinn rétta hlut aldraðra og öryrkja gagnvart almannatryggingum, tryggja aðgengi allra að heilbrigðiskerfinu óháð efnahag og útrýma biðlistum með fjögur hundruð nýjum hjúkrunarrýmum á næstu tveimur árum. Enn fremur verði gripið til aðgerða gegn fátækt og sömuleiðs hrint í framkvæmd aðgerðaáætlun um málefni barna.Töluverð áhersla er lögð á kynjajafnrétti í stjórnmálaályktuninni og sagt að Samfylkingin vilji útrýma launamun kynjanna, afnema launaleynd, koma á fullu jafnrétti milli karla og kvenna og gera Ísland að fyrirmyndarsamfélagi á sviði jafnréttismála.Þá vilji flokkurinn stuðla að gjaldfrjálsri menntun frá leikskóla að háskóla og að námsbækur í framhaldsskólum verði nemendum að kostnaðarlausu. Breyta þurfi þriðjungi námslána í styrk og greiða námslán út mánaðarlega. Þá vill flokkurinn gera rekstarumhverfi fyrritækja hagstæðara svo erlend fyrirtæki sæki hingað í auknum mæli. Þá þurfi að lækka skatta af lífeyrissjóðsgreiðslum í tíu prósent og frítekjumark fyrir atvinnu- og lífeyristekjur eldri borgara verði 100.000 krónur, stimpilgjöld af lánum vegna húsnæðiskaupa verði afnumin, sem og vörugjöld og tollar af matvælum. Þá verði virðisaukaskattur af lyfjum lækkaður.Ráðast þurfi í stórátak í samgöngumálum að mati Samfylkingarinnar en það sé forsenda raunhæfrar byggðastefnu. Frekari stjóriðjuáformum verði hins vegar slegið á frest þangað til fyrir liggi nauðsynleg heildaráætlun yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hafi verið tryggð. Þá vill flokkurinn tímasetta áætlun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og að sameign á auðlindum verði bundin í stjórnarskrá.Í utanríkismálum vill flokkurinn að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu og aðildarviðræður verði hafnar. Unnið verði að víðtækri samstöðu um samningsmarkmið og niðurstöður bornar um þjóðaratkvæði.Þá vill Samfylkinging endurskoða stjórnarráð Íslands, stofna eitt atvinnuvegaráðuneyti, tryggja faglegar ráðningar í opinber embætti og stuðla að jafnræði kynjanna í ríkisstjórn og í stjórnunarstöðum ráðuneyta og stofnana. Jafnframt að eftirlaunafrumvarpinu verði breytt og meira jafnræði komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings.Segir að lokum í stjórnmálaályktuninni að það sé þjóðarnauðsyn að bæta fyrir vanrækslusyndir ríkisstjórnarinnar á undanförnum árum og að þann 12. maí verði kosið um framtíð lands og framtíð þjóðar. Kosningar 2007 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Samfylkingin vill þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og hyggst hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun gegn fátækt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í stjórnmálaályktun flokksins sem samþykkt var á landsfundi hans í dag. Enn fremur kemur fram í stjórnmálaályktuninni að efling velferðarkerfisins og ábyrg efnahagsstjórn séu rauði þráðurinn í stefnu Samfylkingarinnar. Samfylkingin vilji þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og ný vinnubrögð til að tryggja samstillingu efnahagsaðgerða.Þá vilji flokkurinn rétta hlut aldraðra og öryrkja gagnvart almannatryggingum, tryggja aðgengi allra að heilbrigðiskerfinu óháð efnahag og útrýma biðlistum með fjögur hundruð nýjum hjúkrunarrýmum á næstu tveimur árum. Enn fremur verði gripið til aðgerða gegn fátækt og sömuleiðs hrint í framkvæmd aðgerðaáætlun um málefni barna.Töluverð áhersla er lögð á kynjajafnrétti í stjórnmálaályktuninni og sagt að Samfylkingin vilji útrýma launamun kynjanna, afnema launaleynd, koma á fullu jafnrétti milli karla og kvenna og gera Ísland að fyrirmyndarsamfélagi á sviði jafnréttismála.Þá vilji flokkurinn stuðla að gjaldfrjálsri menntun frá leikskóla að háskóla og að námsbækur í framhaldsskólum verði nemendum að kostnaðarlausu. Breyta þurfi þriðjungi námslána í styrk og greiða námslán út mánaðarlega. Þá vill flokkurinn gera rekstarumhverfi fyrritækja hagstæðara svo erlend fyrirtæki sæki hingað í auknum mæli. Þá þurfi að lækka skatta af lífeyrissjóðsgreiðslum í tíu prósent og frítekjumark fyrir atvinnu- og lífeyristekjur eldri borgara verði 100.000 krónur, stimpilgjöld af lánum vegna húsnæðiskaupa verði afnumin, sem og vörugjöld og tollar af matvælum. Þá verði virðisaukaskattur af lyfjum lækkaður.Ráðast þurfi í stórátak í samgöngumálum að mati Samfylkingarinnar en það sé forsenda raunhæfrar byggðastefnu. Frekari stjóriðjuáformum verði hins vegar slegið á frest þangað til fyrir liggi nauðsynleg heildaráætlun yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hafi verið tryggð. Þá vill flokkurinn tímasetta áætlun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og að sameign á auðlindum verði bundin í stjórnarskrá.Í utanríkismálum vill flokkurinn að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu og aðildarviðræður verði hafnar. Unnið verði að víðtækri samstöðu um samningsmarkmið og niðurstöður bornar um þjóðaratkvæði.Þá vill Samfylkinging endurskoða stjórnarráð Íslands, stofna eitt atvinnuvegaráðuneyti, tryggja faglegar ráðningar í opinber embætti og stuðla að jafnræði kynjanna í ríkisstjórn og í stjórnunarstöðum ráðuneyta og stofnana. Jafnframt að eftirlaunafrumvarpinu verði breytt og meira jafnræði komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings.Segir að lokum í stjórnmálaályktuninni að það sé þjóðarnauðsyn að bæta fyrir vanrækslusyndir ríkisstjórnarinnar á undanförnum árum og að þann 12. maí verði kosið um framtíð lands og framtíð þjóðar.
Kosningar 2007 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent