Verkið var ádeila Guðjón Helgason skrifar 5. desember 2007 19:30 Þórarinn Ingi Jónsson, íslenski listneminn, sem olli miklu fjaðrafoki í Toronto í Kanada í síðustu viku með verki sínu „Þetta er ekki sprengja" segir hugmyndina að baki því meðal annars að taka hluti úr sínu hefðbundna samhengi. Hann gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist vegna listsköpunar sinnar. Listaverkinu - sem er eftirlíking af sprengju - kom Þórarinn Ingi Jónsson, listnemi, fyrir í listasafni í Toronto í Kanada fyrir viku. Því fylgdi myndband sem virðist sýna sprengingu. Safnið var rýmt og lögregla sendi þetta sprengjueyðingarvélmenni til að meðhöndla listaverkið. Aflýsa þurfti fjáröflunarkvöldverði sem halda átti í nálægri byggingu og urðu samtök sem styðja alnæmisrannsóknir að sögn af milljónum. Leslie Dunkley, lögreglufulltrúi í Toronto, segir ákærurnar alvarlegar - meðal annars óspektir á almannafæri. Refsingin geti orðið þung fyrir dómi í Kanada. Þórarni Inga var vísað úr skóla ásamt tveimur leiðbeinendum. Sarah Diamond, rektor Lista- og hönnunarháskólans í Ontario, segir starfsfólk ekki hafa vitað af þessu og að málið og viðbrögð við þessu hafi komið því jafn mikið á óvart og vakið jafn mikinn óhug og hjá almenningi. Þórarinn Ingi þurfti að dúsa í fangelsi í sólahring en var látinn laus gegn tveggja milljóna króna tryggingu á föstudaginn. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi og gæti það tekið allt upp í hálft ár að fá niðurstöðu í málið. Þórarinn Ingi segir eina hugmyndina að baki verkinu þá að færa hlut úr sínu hefðbundna samhengi. Verkið væri einnig ádeila. Fólk almennt - og sér í lagi í Norður-Ameríku - treysti hvort öðru lítið. Þar snúist allt um vænisýki, dauða og hryðjuverk. Þrátt fyrir að hann hafi merkt verkið skýrt með miða sem á stóð „þetta er ekki sprengja" þá hafi allt farið í háaloft en fólk hafi einmitt haldið að þetta væri sprengja. Erlent Fréttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ Sjá meira
Þórarinn Ingi Jónsson, íslenski listneminn, sem olli miklu fjaðrafoki í Toronto í Kanada í síðustu viku með verki sínu „Þetta er ekki sprengja" segir hugmyndina að baki því meðal annars að taka hluti úr sínu hefðbundna samhengi. Hann gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist vegna listsköpunar sinnar. Listaverkinu - sem er eftirlíking af sprengju - kom Þórarinn Ingi Jónsson, listnemi, fyrir í listasafni í Toronto í Kanada fyrir viku. Því fylgdi myndband sem virðist sýna sprengingu. Safnið var rýmt og lögregla sendi þetta sprengjueyðingarvélmenni til að meðhöndla listaverkið. Aflýsa þurfti fjáröflunarkvöldverði sem halda átti í nálægri byggingu og urðu samtök sem styðja alnæmisrannsóknir að sögn af milljónum. Leslie Dunkley, lögreglufulltrúi í Toronto, segir ákærurnar alvarlegar - meðal annars óspektir á almannafæri. Refsingin geti orðið þung fyrir dómi í Kanada. Þórarni Inga var vísað úr skóla ásamt tveimur leiðbeinendum. Sarah Diamond, rektor Lista- og hönnunarháskólans í Ontario, segir starfsfólk ekki hafa vitað af þessu og að málið og viðbrögð við þessu hafi komið því jafn mikið á óvart og vakið jafn mikinn óhug og hjá almenningi. Þórarinn Ingi þurfti að dúsa í fangelsi í sólahring en var látinn laus gegn tveggja milljóna króna tryggingu á föstudaginn. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi og gæti það tekið allt upp í hálft ár að fá niðurstöðu í málið. Þórarinn Ingi segir eina hugmyndina að baki verkinu þá að færa hlut úr sínu hefðbundna samhengi. Verkið væri einnig ádeila. Fólk almennt - og sér í lagi í Norður-Ameríku - treysti hvort öðru lítið. Þar snúist allt um vænisýki, dauða og hryðjuverk. Þrátt fyrir að hann hafi merkt verkið skýrt með miða sem á stóð „þetta er ekki sprengja" þá hafi allt farið í háaloft en fólk hafi einmitt haldið að þetta væri sprengja.
Erlent Fréttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ Sjá meira