Ferðir sendifulltrúa takmarkaðar Guðjón Helgason skrifar 19. september 2007 12:16 Bandarískum sendifulltrúum í Írak er nú bannað að ferðast utan Græna svæðisins svokallaða í Bagdad. Þetta var ákveðið eftir að írösk yfirvöld bönnuðu starfsemi verktakafyrirtækisins Blackwater í landinu. Fyrirtækið hefur annast gæslu sendifulltrúa. Írakar ákváðu að svipta Blacwater starfsleyfi eftir að 11 almennir íraskir borgarar týndu lífi þegar verktakar svokallaðir á vegum fyrirtækisins skutu út í loftið á mannmörgu torgi í Bagdad á sunnudaginn. Fyrirtækið hefur samið um að sjá um að vernda alla starfsmenn utanríkisráðuneytisins bandaríska í Írak. Talsmaður Blackwater segir starfsmenn fyrirtækisins hafa einvörðungi skotið í sjálfsvörn. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hét því í gær í samtali við Nouri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, að málið yrði rannsakað ítarlega. Það breytti því ekki að fyrirtækinu er nú bannað að starfa í Írak og verktökum þeirra bannað að bera vopn. Það var svo í morgun sem bandaríska sendiráðið í Írak sendi bandarískum borgurum í Írak yfirlýsingum þar sem segir að öllum ferðum sendifulltrúa út fyrir græna svæðið svokallaða í Bagdad verði hætt í óákveðinn tíma frá deginum í dag. Á meðan verði farið yfir öryggismál og vernd þeirra. Írakar ætla nú að fara yfir starfsemi erlendra fyrirtækja sem starfa í landinu og sinna öryggisgæslum. Mörg þeirra eru með milljónasamninga við Bandaríkjamenn og sjá um verk sem áður voru á könnu hersins. Verktakabransinn í Írak er margra milljarða virði. Talið er að svo kallaðir vopnaðir verktakar í landinu séu nú á bilinu tuttugu og fimm til þrjátíu þúsund en þó telja margir þá margfallt fleiri. Erlent Fréttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Bandarískum sendifulltrúum í Írak er nú bannað að ferðast utan Græna svæðisins svokallaða í Bagdad. Þetta var ákveðið eftir að írösk yfirvöld bönnuðu starfsemi verktakafyrirtækisins Blackwater í landinu. Fyrirtækið hefur annast gæslu sendifulltrúa. Írakar ákváðu að svipta Blacwater starfsleyfi eftir að 11 almennir íraskir borgarar týndu lífi þegar verktakar svokallaðir á vegum fyrirtækisins skutu út í loftið á mannmörgu torgi í Bagdad á sunnudaginn. Fyrirtækið hefur samið um að sjá um að vernda alla starfsmenn utanríkisráðuneytisins bandaríska í Írak. Talsmaður Blackwater segir starfsmenn fyrirtækisins hafa einvörðungi skotið í sjálfsvörn. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hét því í gær í samtali við Nouri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, að málið yrði rannsakað ítarlega. Það breytti því ekki að fyrirtækinu er nú bannað að starfa í Írak og verktökum þeirra bannað að bera vopn. Það var svo í morgun sem bandaríska sendiráðið í Írak sendi bandarískum borgurum í Írak yfirlýsingum þar sem segir að öllum ferðum sendifulltrúa út fyrir græna svæðið svokallaða í Bagdad verði hætt í óákveðinn tíma frá deginum í dag. Á meðan verði farið yfir öryggismál og vernd þeirra. Írakar ætla nú að fara yfir starfsemi erlendra fyrirtækja sem starfa í landinu og sinna öryggisgæslum. Mörg þeirra eru með milljónasamninga við Bandaríkjamenn og sjá um verk sem áður voru á könnu hersins. Verktakabransinn í Írak er margra milljarða virði. Talið er að svo kallaðir vopnaðir verktakar í landinu séu nú á bilinu tuttugu og fimm til þrjátíu þúsund en þó telja margir þá margfallt fleiri.
Erlent Fréttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira