Erlent

Myrti börn sín og yfirmann

Franskur herlögreglumaður myrti tvo syni sína og yfirmann áður en hann skaut sjálfan sig herbúðum í bænum Malakoff suður af París í dag. Drengirnir voru að sögn lögreglu um ellefu ára gamlir. Maðurinn var meðlimur í gendarmerie hersveitunum, sem sinna lögggæslu í sveitum og smábæjum í Frakklandi. Þetta er annar fjölskylduharmleikurinn á stuttum tíma í Frakklandi en fyrr í vikunni viðurkenndi 37 ára gamall maður í Suður-Frakklandi að hafa drekkt þremur börnum sínum í baðkari á heimili sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×