Fótbolti

19 ára í brasilíska landsliðið

Mikill áhugi er í Svíþjóð á leikjum brasilíska landsliðsins við Chile í Gautaborg á laugardag og Gana á þriðjudag. 19 ára strákur sem er varamarkvörður hjá Gremio var í morgun valinn í landsliðshóp Brasilíumanna.

Hann kemur í stað Heltons hjá Porto sem meiddist og boðaði forföll. Strákurinn heitir Cassio og sló í gegn í Suður Ameríkukeppni leikmanna 20 ára á yngri. Brasilíumenn sigruðu og ekki síst vegna góðrar frammistöðu Cassio sem nú er verðlaunaður með sæti í landsliðshópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×