Tíu ára sigurganga Calzaghe á enda? 1. nóvember 2007 17:22 Calzaghe hefur haldið titli sínum lengur en nokkur annar boxari NordicPhotos/GettyImages Búast má við rosalegum bardaga á laugardagskvöldið þegar hinn ósigraði Joe Calzaghe frá Wales leggur WBO beltið sitt í yfirmillivigt undir gegn Dananum Mikkel Kessler á Þúsaldarvellinum í Cardiff. Kessler er enginn viðvaningur sjálfur, er ósigraður og handhafi WBA og WBC beltisins. Kessler er 28 ára gamall og er mikill rotari, hefur unnið 29 af 39 sigrum sínum á rothöggi. Calzaghe er hinsvegar orðinn 35 ára gamall og hefur haldið belti sínu í tíu ár. Hann viðurkennir að hann sé farinn að finna fyrir aldrinum og gaf það út á dögunum að hann ætlaði aðeins að berjast í ár í viðbót áður en hann leggur hanskana á hilluna. Daninn segir að aldursmunurinn muni hjálpa sér í bardaganum á laugardaginn, sem sýndur verður beint á Sýn. "Calzaghe hefur alltaf verið í einstöku formi og er alls ekki orðinn gamall, en hann er samt 35 ára og það gæti verið veikleiki hjá honum. Ég hef líka séð aðra veikleika hjá honum sem ég mun ekki gefa upp. Hann er frábær boxari en ég er yngri og beittari," sagði Daninn Kessler. Calzaghe hefur þó engar áhyggjur, enda er hann sá boxari í heiminum sem lengst hefur haldið titli sínum. Hann hefur varið titil sinn 21 sinni á þessum tíu árum. Hann neitar því að hafa átt við meiðsli að stríða á höndum undanfarið eins og oft á ferlinum. "Ég er búinn að vera í vandræðum með handameiðsli síðan ég var 14 ára gamall en þær eru í lagi núna. Ég hef æft vel svo ég er rólegur og tilbúinn í slaginn. Það er alltaf vandamál að ná vigt reyndar, en ég er búinn að stjórna þyngdinni minni í 13 ár og það ætti því ekki að vefjast fyrir mér. Það er ljóst að ég þarf á öllu mínu að halda fyrir þennan bardaga líkt og þegar ég mætti Chris Eubank og Jeff Lacy. Ég er búinn með 12 vikna æfingabúðir og er í frábæru formi," sagði Calzaghe. Búist er við því að yfir 50,000 manns mæti á bardaga þeirra á Þúsaldarvellinum í Cardiff á laugardagskvöldið og þar af er reiknað með um þúsund áköfum Dönum sem ætla að styðja við bakið á Kessler. Bein útsending Sýnar frá bardaganum hefst laust fyrir klukkan 23 á laugardagskvöldið. Box Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Sjá meira
Búast má við rosalegum bardaga á laugardagskvöldið þegar hinn ósigraði Joe Calzaghe frá Wales leggur WBO beltið sitt í yfirmillivigt undir gegn Dananum Mikkel Kessler á Þúsaldarvellinum í Cardiff. Kessler er enginn viðvaningur sjálfur, er ósigraður og handhafi WBA og WBC beltisins. Kessler er 28 ára gamall og er mikill rotari, hefur unnið 29 af 39 sigrum sínum á rothöggi. Calzaghe er hinsvegar orðinn 35 ára gamall og hefur haldið belti sínu í tíu ár. Hann viðurkennir að hann sé farinn að finna fyrir aldrinum og gaf það út á dögunum að hann ætlaði aðeins að berjast í ár í viðbót áður en hann leggur hanskana á hilluna. Daninn segir að aldursmunurinn muni hjálpa sér í bardaganum á laugardaginn, sem sýndur verður beint á Sýn. "Calzaghe hefur alltaf verið í einstöku formi og er alls ekki orðinn gamall, en hann er samt 35 ára og það gæti verið veikleiki hjá honum. Ég hef líka séð aðra veikleika hjá honum sem ég mun ekki gefa upp. Hann er frábær boxari en ég er yngri og beittari," sagði Daninn Kessler. Calzaghe hefur þó engar áhyggjur, enda er hann sá boxari í heiminum sem lengst hefur haldið titli sínum. Hann hefur varið titil sinn 21 sinni á þessum tíu árum. Hann neitar því að hafa átt við meiðsli að stríða á höndum undanfarið eins og oft á ferlinum. "Ég er búinn að vera í vandræðum með handameiðsli síðan ég var 14 ára gamall en þær eru í lagi núna. Ég hef æft vel svo ég er rólegur og tilbúinn í slaginn. Það er alltaf vandamál að ná vigt reyndar, en ég er búinn að stjórna þyngdinni minni í 13 ár og það ætti því ekki að vefjast fyrir mér. Það er ljóst að ég þarf á öllu mínu að halda fyrir þennan bardaga líkt og þegar ég mætti Chris Eubank og Jeff Lacy. Ég er búinn með 12 vikna æfingabúðir og er í frábæru formi," sagði Calzaghe. Búist er við því að yfir 50,000 manns mæti á bardaga þeirra á Þúsaldarvellinum í Cardiff á laugardagskvöldið og þar af er reiknað með um þúsund áköfum Dönum sem ætla að styðja við bakið á Kessler. Bein útsending Sýnar frá bardaganum hefst laust fyrir klukkan 23 á laugardagskvöldið.
Box Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Sjá meira