Sláandi að flytja konur inn til að spjalla 21. mars 2007 19:34 Talskona Stígamóta segir það hafa slegið sig að eigendur kampavínsklúbbsins Strawberries séu að flytja inn hátt í þrjátíu konur frá Rúmeníu til að ræða við viðskiptavini afsíðis. Sérkennilegt sé að flytja inn konur frá öðrum löndum til þess eins að spjalla. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í gær að lögreglan væri að skoða innflutning Kampavínsklúbbsins Strawberries í Lækjargötu, á hátt í þrjátíu rúmenskum konum á aldrinum 20-33 ára til landsins. Þessi fjöldi kom frá maí í fyrra til mars á þessu ári og dvöldu þær hér á landi í mánuð í senn . Lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun sagði við fréttastofu í gær að konurnar væru hér að vinna og ættu því að vera með atvinnuleyfi. Þetta væri ólögleg starfsemi því fólk frá Rúmeníu þyrfti dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi. Einn eigenda staðarins sagði í samtali við fréttastofu í gær að stúlkurnar væru listamenn og kæmu inn á þeim forsendum. Á staðnum dönsuðu konur uppi á sviði en flettu sig ekki klæðum. Einnig seldu þær kamapvín og gæfist viðskiptavinum kostur á að spjalla við konurnar afsíðis. Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta segir að sér finnist þetta ekki sannfærandi rök. „Fyrst verð ég nú að segja að ég hef ekki komið inn á þennan umrædda klúbb og veit ekki nákvæmlega hvað þar fer fram. En það sló mig að heyra þær útskýringar staðarhaldara að þeir séu að flytja inn þrjátíu konur frá Rúmeníu til þess að spjalla við viðskiptavinina afsíðis. Ég velti fyrir mér af hverju þær ráða ekki dætur sínar í það ef um það er að ræða," segir Guðrún. Guðrún vill ekki fullyrða að um nokkuð ólöglegt sé að ræða á kampavínsklúbbnum Strawberries en hún segir mansal viðgangast á Íslandi eins og í öðrum Norðurlöndum. Hún segir viðkvæmar aðstæður kvenna misnotaðar í þeim tilfellum. „Við vitum að aðstæður kvenna í Rúmeníu eru viðkvæmar miðað við aðstæður kvenna á Íslandi. Það getur verið þarna vændi eða annars konar kynlífsþjónusta. Það þarf ekki að vera vændi í hefðbundinni merkingu þess orðs,"segir Guðrún. Fréttir Innlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Talskona Stígamóta segir það hafa slegið sig að eigendur kampavínsklúbbsins Strawberries séu að flytja inn hátt í þrjátíu konur frá Rúmeníu til að ræða við viðskiptavini afsíðis. Sérkennilegt sé að flytja inn konur frá öðrum löndum til þess eins að spjalla. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í gær að lögreglan væri að skoða innflutning Kampavínsklúbbsins Strawberries í Lækjargötu, á hátt í þrjátíu rúmenskum konum á aldrinum 20-33 ára til landsins. Þessi fjöldi kom frá maí í fyrra til mars á þessu ári og dvöldu þær hér á landi í mánuð í senn . Lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun sagði við fréttastofu í gær að konurnar væru hér að vinna og ættu því að vera með atvinnuleyfi. Þetta væri ólögleg starfsemi því fólk frá Rúmeníu þyrfti dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi. Einn eigenda staðarins sagði í samtali við fréttastofu í gær að stúlkurnar væru listamenn og kæmu inn á þeim forsendum. Á staðnum dönsuðu konur uppi á sviði en flettu sig ekki klæðum. Einnig seldu þær kamapvín og gæfist viðskiptavinum kostur á að spjalla við konurnar afsíðis. Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta segir að sér finnist þetta ekki sannfærandi rök. „Fyrst verð ég nú að segja að ég hef ekki komið inn á þennan umrædda klúbb og veit ekki nákvæmlega hvað þar fer fram. En það sló mig að heyra þær útskýringar staðarhaldara að þeir séu að flytja inn þrjátíu konur frá Rúmeníu til þess að spjalla við viðskiptavinina afsíðis. Ég velti fyrir mér af hverju þær ráða ekki dætur sínar í það ef um það er að ræða," segir Guðrún. Guðrún vill ekki fullyrða að um nokkuð ólöglegt sé að ræða á kampavínsklúbbnum Strawberries en hún segir mansal viðgangast á Íslandi eins og í öðrum Norðurlöndum. Hún segir viðkvæmar aðstæður kvenna misnotaðar í þeim tilfellum. „Við vitum að aðstæður kvenna í Rúmeníu eru viðkvæmar miðað við aðstæður kvenna á Íslandi. Það getur verið þarna vændi eða annars konar kynlífsþjónusta. Það þarf ekki að vera vændi í hefðbundinni merkingu þess orðs,"segir Guðrún.
Fréttir Innlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira