500 handteknir Guðjón Helgason skrifar 4. nóvember 2007 18:30 Yfirvöld í Pakista hafa handtekið hátt í 500 manns eftir að neyðarlög voru sett þar í gær - þar á meðal stjórnarandstæðinga og fulltrúa hjálparsamtaka. Forsætisráðherra Pakistans segir neyðarlög gilda eins lengi og þurfa þyki og þingkosningum frestað um ár. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, segir neyðarlögin sett til að forða landinu frá glötun. Hryðjuverk, starfsemi öfgahópa, lamað stjórnkerfi og aðgerðir skriffinna hafi dregið kraft úr lögreglu og hafi því um leið áhrif á lýðreðislegt kerfi í landinu. Musharraf hefur verið sakaður um að hafa numið stjórnarskrá landsins úr gildi til að forða því að hæstiréttur ógilti forsetakjör hans í síðasta mánuði. Benazír Búttó, fyrrverandi forsætisráðherra - sem sneri heim úr útlegð í síðasta mánuði, biðlaði til alþjóðasamfélagsins eftir sviptingar gærdagsins. Hún sagðist fordæma og mótmæla því sem hún kallaði herlög. Pakistanar myndu ekki sætta sig við slíkt og þess óskað að alþjóðasamfélagið geri slíkt hið sama. Ríki heims eigi ekki að styðja einn mann heldur almenning í Pakistan. Þar sem þau hafi áhrif á forsetann eigi þau að nota það og reyna að sannfæra hann um að það skipti miklu að stjórnarskráin verði látin gilda á ný. Shaukat Aziz, forsætisráðherra, segir að svo gæti farið að þingkosningum - sem áttu að fara fram í janúar - verði frestað um ár. Neyðarlög verði í gildi eins lengi og þurfa þyki. Allt sé þetta gert til að tryggja samhljóm þannig að stjórn landsins gangi snuðrulaust fyrir sig. Andstæðinga forsetans hafa mótmælt á götum Íslamabad í dag. Búist er við frekari mótmælum á morgun. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Yfirvöld í Pakista hafa handtekið hátt í 500 manns eftir að neyðarlög voru sett þar í gær - þar á meðal stjórnarandstæðinga og fulltrúa hjálparsamtaka. Forsætisráðherra Pakistans segir neyðarlög gilda eins lengi og þurfa þyki og þingkosningum frestað um ár. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, segir neyðarlögin sett til að forða landinu frá glötun. Hryðjuverk, starfsemi öfgahópa, lamað stjórnkerfi og aðgerðir skriffinna hafi dregið kraft úr lögreglu og hafi því um leið áhrif á lýðreðislegt kerfi í landinu. Musharraf hefur verið sakaður um að hafa numið stjórnarskrá landsins úr gildi til að forða því að hæstiréttur ógilti forsetakjör hans í síðasta mánuði. Benazír Búttó, fyrrverandi forsætisráðherra - sem sneri heim úr útlegð í síðasta mánuði, biðlaði til alþjóðasamfélagsins eftir sviptingar gærdagsins. Hún sagðist fordæma og mótmæla því sem hún kallaði herlög. Pakistanar myndu ekki sætta sig við slíkt og þess óskað að alþjóðasamfélagið geri slíkt hið sama. Ríki heims eigi ekki að styðja einn mann heldur almenning í Pakistan. Þar sem þau hafi áhrif á forsetann eigi þau að nota það og reyna að sannfæra hann um að það skipti miklu að stjórnarskráin verði látin gilda á ný. Shaukat Aziz, forsætisráðherra, segir að svo gæti farið að þingkosningum - sem áttu að fara fram í janúar - verði frestað um ár. Neyðarlög verði í gildi eins lengi og þurfa þyki. Allt sé þetta gert til að tryggja samhljóm þannig að stjórn landsins gangi snuðrulaust fyrir sig. Andstæðinga forsetans hafa mótmælt á götum Íslamabad í dag. Búist er við frekari mótmælum á morgun.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira