iPhone-síminn frá Apple verður gefinn út í nokkrum Evrópulöndum í byrjun nóvember. Evrópuútgáfan verður ekki uppfærð með þriðju kynslóðar (3G) eiginleikum, eins og margir bjuggust við. Þess í stað kemur út þriðju kynslóðar útgáfa um allan heim á næsta ári, samkvæmt tilkynningu frá Apple.
Símafyrirtækið O2 hefur samið um sölu og þjónustu við símann í Bretlandi, en T-Mobile varð fyrir valinu í Þýskalandi. Ísland er ekki meðal þeirra landa sem fá símann í nóvember.