Fótbolti

Crespo: Vil klára ferilinn hjá Inter

Argentínski framherjinn Hernan Crespo vill ljúka knattspyrnuferli sínum hjá Inter Milan á Ítalíu. 

Crespo gekk til liðs við Inter frá Englandsmeisturum Chelsea og er á tveggja ára lánssamningi.  Hann hefur skorað 10 mörk í öllum keppnum það sem af er tímabilinu.  Crespo var áður á lánssamningi hjá grönnunum í AC Milan en þeir höfðu ekki áhuga á að bjóða honum samning.

„Ég myndi vilja klára ferilinn hjá Inter og halda áfram að búa á Ítalíu.  AC Milan vildi ekki gefa mér tækifæri og kaus frekar að eltast við aðra leikmenn en sem betur fer er forseti Inter á öðru máli“ sagði Crespo. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×