Innlent

Geir gengur á fund forseta á morgun

Geir H. Haarde forsætisráðherra gengur á fund forseta Íslands á Bessastöðum klukkan ellefu í fyrramálið og biðst lausnar fyrir sig og ráðuneytis sitt. Hann mun jafnframt óska eftir umboði til myndunar nýrrar meirihlutastjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar.

Fyrsti fundur þeirra þeirra Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, var í Alþingishúsinu nú á fimmta tímanum. Geir kom í þinghúsið þegar klukkuna vantaði eina mínútu í hálffimm en Ingibjörg kom um þremur mínútum síðar.

Þau gengu inn um aðaldyr þjónustuskála Alþingis en héldu síðan yfir í gamla þinghúsið en því miður var fjölmiðlum ekki leyft að mynda fyrsta handtak þeirra. Þau funduðu í fundarherbergi forsætisnefndar Alþingis og stóð þessi fyrsti fundu þeirra yfir í 30 mínútur. Að honum loknum gengu þau aftur yfir í nýju álmu Alþingis þar sem þau gerðu fréttamönnum grein fyrir niðurstöðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×