Byrja á fyrstu djúpborunarholunni næsta sumar 11. september 2007 15:48 Forsvarsmenn fyrirtækjanna sem standa að djúpborunarverkefninu kynntu það ásamt Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra. MYND/Stöð 2 Hafist verður handa við að bora fyrstu djúpborunarholuna hér á landi við Kröflu næsta sumar samkvæmt samkomulagi sem kynnt var í dag. Holan verður 4-5 kílómetra djúp. Þá verða boraðar tvær aðrar djúpar holur, á Reykjanes og á Hengilssvæðinu. Að samningnum standa Hitaveita Suðurnesja, Landsvirkjun, Orkustofnun, Orkuveita Reykjavíkur og Alcoa sem bætist í hóp þeirra sem fjármagna rannsóknir hins svokallaða Íslenska djúpborunarverkefnisins. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu munu Landsvirkjun, HS og OR láta bora hvert sína holan niður á 3,5 kílómetra dýpi og mun það kosta á bilinu 700 milljónir til einn milljarð. Félögin þrjú munu svo ásamt Orkustofnun og Alcoa starfa saman að Íslenska djúpborunarverkefninu, IDDP, sem felst í því að holan við Kröflu verður dýpkuð um kílómetra og gerðar ýmsar rannsóknir sem snúa meðal annars að berginu og borholuvökvanum. Sú dýpkun kostar um einn milljarð og verður því um þremur og hálfum milljarði samtals varið til djúpborana á næstu þremur til fjórum árum. Auk þessara fyrirtækja leggja International Continetal Scientific Drilling Program og bandaríski vísindasjóðurinn NSF til um 300 milljónir króna til að taka borkjarna til vísindarannsókna í tengslum við IDDP. Bæði innlendir og erlendir sérfræðingar taka þátt í rannsóknunum og munu flestir afla fjár sjálfir til rannsókna sinna. Borholur valdi litlum umhverfisspjöllum Enn fremur er bent á í tilkynningu frá aðstandendum IDDP að borun holanna valdi litlum umhverfisspjöllum því þær verði boraðar niður úr virkjuðum háhitasvæðum. Unnið er að tilkynningu til Skipulagsstofnunar um djúpborunarholuna að Kröflu og á næstu vikum verður haft samband við lögbundna umsagnaraðila. Samið verður við Jarðboranir um borun holunnar og verður stærsti og öflugasti bor þeirra notaður til verksins. Reiknað er með að borun hefjist seinni hluta næsta sumars og að rannsóknir á árangri geti jafnvel staðið til ársins 2015. Ef vel tekst til er vonast til að djúpu holurnar verið 5-10 sinnum öflugri en venjulegar holur og gefið allt að 50 megavött hver. Vara menn þó við bjartsýni því mörg ár líði þar til árangur komi í ljós. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Hafist verður handa við að bora fyrstu djúpborunarholuna hér á landi við Kröflu næsta sumar samkvæmt samkomulagi sem kynnt var í dag. Holan verður 4-5 kílómetra djúp. Þá verða boraðar tvær aðrar djúpar holur, á Reykjanes og á Hengilssvæðinu. Að samningnum standa Hitaveita Suðurnesja, Landsvirkjun, Orkustofnun, Orkuveita Reykjavíkur og Alcoa sem bætist í hóp þeirra sem fjármagna rannsóknir hins svokallaða Íslenska djúpborunarverkefnisins. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu munu Landsvirkjun, HS og OR láta bora hvert sína holan niður á 3,5 kílómetra dýpi og mun það kosta á bilinu 700 milljónir til einn milljarð. Félögin þrjú munu svo ásamt Orkustofnun og Alcoa starfa saman að Íslenska djúpborunarverkefninu, IDDP, sem felst í því að holan við Kröflu verður dýpkuð um kílómetra og gerðar ýmsar rannsóknir sem snúa meðal annars að berginu og borholuvökvanum. Sú dýpkun kostar um einn milljarð og verður því um þremur og hálfum milljarði samtals varið til djúpborana á næstu þremur til fjórum árum. Auk þessara fyrirtækja leggja International Continetal Scientific Drilling Program og bandaríski vísindasjóðurinn NSF til um 300 milljónir króna til að taka borkjarna til vísindarannsókna í tengslum við IDDP. Bæði innlendir og erlendir sérfræðingar taka þátt í rannsóknunum og munu flestir afla fjár sjálfir til rannsókna sinna. Borholur valdi litlum umhverfisspjöllum Enn fremur er bent á í tilkynningu frá aðstandendum IDDP að borun holanna valdi litlum umhverfisspjöllum því þær verði boraðar niður úr virkjuðum háhitasvæðum. Unnið er að tilkynningu til Skipulagsstofnunar um djúpborunarholuna að Kröflu og á næstu vikum verður haft samband við lögbundna umsagnaraðila. Samið verður við Jarðboranir um borun holunnar og verður stærsti og öflugasti bor þeirra notaður til verksins. Reiknað er með að borun hefjist seinni hluta næsta sumars og að rannsóknir á árangri geti jafnvel staðið til ársins 2015. Ef vel tekst til er vonast til að djúpu holurnar verið 5-10 sinnum öflugri en venjulegar holur og gefið allt að 50 megavött hver. Vara menn þó við bjartsýni því mörg ár líði þar til árangur komi í ljós.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira