Afrekaskrá ráðherra misrýr eftir hveitibrauðsdaga 11. september 2007 10:44 Jóhanna Sigurðardóttir er duglegasti ráðherrann. Mynd/ Visir.is Þegar litið er á hvað ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa afrekað á hveitibrauðsdögum ríkisstjórnarinnar í sumar er eftirtekjan misrýr eftir embættum. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ber af en embætti hennar hefur mokað frá sér hverju málinu á fætur öðru í þágu skjólstæðinga sinna. Meðal verka Jóhönnu má m.a. nefna nefnd um eflingu húsnæðislánakerfisins, endurskoðun á almannatryggingakerfinu, framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda og aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur farið í opinbera heimsókn á slóðir Vestur-Íslendinga í Kanada og N-Dakóta, svarað bréfi frá Guðna Ágústssyni formanni Framsóknarflokksins um stjórnkerfisbreytingar og ákveðið í samráði við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra að halda áfram að reyna að koma Íslandi í Öryggisráð SÞ. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur verið yfirlýsingaglöð um breyttar áherslur í utanríkis- og varnarmálum. Hún kallaði Major Herdísi heim frá Írak og ákvað í samráði við Geir H. Haarde að að halda áfram að reyna að koma Íslandi í Öryggisráð SÞ. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur komist í sviðsljósið fyrir handvömm við setningu reglugerðar um sjálfstætt ákæruvald saksókara efnahagsbrotadeildar í sínum málum sem nú verður breytt eftir að Hæstaréttur komst að því að hún stæðist ekki lög. Þá hefur Björn leigt nýja þyrlu til Landhelgisgæslunnar. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur átt í deilum við þingmanninn Sigurð Kára Kristjánsson vegna áforma um að endurskoða vatnalögin. Þá hefur hann ákveðið að koma Inndjúpinu á Vestfjörðum í orkusamband við landskerfið. Og Össur leitar nú dyrum og dyngjum að nefnd Valgerðar Sverrisdóttur fyrirrennara síns um vatnalögin. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hjálpaði Vilhjálmi Vilhjálmssyni borgarstjóra við að taka á móti frönsku Risessunni á Listahátíð. Þá ætlar Þorgerður að koma okkur að sem gestaþjóðinni á bókamessunni í Frankfurt árið 2011. Kristján Möller samgönguráðherra hefur eytt miklu púðri í Grímseyjarferjumálið og reynt að bera í bætifláka fyrir ráðuneyti sitt í þeim efnum. Hann hefur einnig undirritað nýjan loftferðasamning við Malasíu. Árni Mathiesen fjármálaráðherra hefur eytt miklu púðri í illskiljanlega deilu við Ríkisendurskoðun um framkvæmd fjárlaga í tengslum við Grímseyjarferjumálið. Þá hefur hann flutt Lánasýslu ríkisins yfir í Seðlabankann og minnkað þannig ríkisbáknið um fimm starfsmenn. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs og landbúnaðaráðherra tók þá ákvörðun að fara eftir tillögum Hafrannsóknarstofnunnar um þorskkvótann og þótti sýna þar töluvert pólitískt hugrekki. Þá afnam hann hvalveiðar og hlaut lof fyrir það víða erlendis. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra tók að sér að finna nýtt húsnæði fyrir Náttúrufræðistofnun í kjölfar vatnsskaða þar á bæ. Hún ætlar sér að koma Surtsey á Heimsminjaskrá UNESCO og hafnaði vegalagningu yfir Grunnafjörð. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur innleitt rafræna lyfseðla og hann hefur stóreflt geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur komið á fót rafrænum verðkönnunum, skipað nefnd um gjaldtökur bankanna og fjármálafyrirtækja og hafið endurskoðun á lagaumhverfi sparisjóðanna Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Þegar litið er á hvað ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa afrekað á hveitibrauðsdögum ríkisstjórnarinnar í sumar er eftirtekjan misrýr eftir embættum. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ber af en embætti hennar hefur mokað frá sér hverju málinu á fætur öðru í þágu skjólstæðinga sinna. Meðal verka Jóhönnu má m.a. nefna nefnd um eflingu húsnæðislánakerfisins, endurskoðun á almannatryggingakerfinu, framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda og aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur farið í opinbera heimsókn á slóðir Vestur-Íslendinga í Kanada og N-Dakóta, svarað bréfi frá Guðna Ágústssyni formanni Framsóknarflokksins um stjórnkerfisbreytingar og ákveðið í samráði við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra að halda áfram að reyna að koma Íslandi í Öryggisráð SÞ. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur verið yfirlýsingaglöð um breyttar áherslur í utanríkis- og varnarmálum. Hún kallaði Major Herdísi heim frá Írak og ákvað í samráði við Geir H. Haarde að að halda áfram að reyna að koma Íslandi í Öryggisráð SÞ. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur komist í sviðsljósið fyrir handvömm við setningu reglugerðar um sjálfstætt ákæruvald saksókara efnahagsbrotadeildar í sínum málum sem nú verður breytt eftir að Hæstaréttur komst að því að hún stæðist ekki lög. Þá hefur Björn leigt nýja þyrlu til Landhelgisgæslunnar. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur átt í deilum við þingmanninn Sigurð Kára Kristjánsson vegna áforma um að endurskoða vatnalögin. Þá hefur hann ákveðið að koma Inndjúpinu á Vestfjörðum í orkusamband við landskerfið. Og Össur leitar nú dyrum og dyngjum að nefnd Valgerðar Sverrisdóttur fyrirrennara síns um vatnalögin. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hjálpaði Vilhjálmi Vilhjálmssyni borgarstjóra við að taka á móti frönsku Risessunni á Listahátíð. Þá ætlar Þorgerður að koma okkur að sem gestaþjóðinni á bókamessunni í Frankfurt árið 2011. Kristján Möller samgönguráðherra hefur eytt miklu púðri í Grímseyjarferjumálið og reynt að bera í bætifláka fyrir ráðuneyti sitt í þeim efnum. Hann hefur einnig undirritað nýjan loftferðasamning við Malasíu. Árni Mathiesen fjármálaráðherra hefur eytt miklu púðri í illskiljanlega deilu við Ríkisendurskoðun um framkvæmd fjárlaga í tengslum við Grímseyjarferjumálið. Þá hefur hann flutt Lánasýslu ríkisins yfir í Seðlabankann og minnkað þannig ríkisbáknið um fimm starfsmenn. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs og landbúnaðaráðherra tók þá ákvörðun að fara eftir tillögum Hafrannsóknarstofnunnar um þorskkvótann og þótti sýna þar töluvert pólitískt hugrekki. Þá afnam hann hvalveiðar og hlaut lof fyrir það víða erlendis. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra tók að sér að finna nýtt húsnæði fyrir Náttúrufræðistofnun í kjölfar vatnsskaða þar á bæ. Hún ætlar sér að koma Surtsey á Heimsminjaskrá UNESCO og hafnaði vegalagningu yfir Grunnafjörð. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur innleitt rafræna lyfseðla og hann hefur stóreflt geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur komið á fót rafrænum verðkönnunum, skipað nefnd um gjaldtökur bankanna og fjármálafyrirtækja og hafið endurskoðun á lagaumhverfi sparisjóðanna
Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira