Enski boltinn

Terry gerir ofursamning - 1583 krónur á mínútu næst fimm árin

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

The Sun heldur því fram í dag að John Terry, fyrirliði Englands og Chelsea, sé búinn að ná samkomulagi við Chelsea um nýjan samning. Terry fær 131 þúsund pund á viku fyrir fimm ára samning við félagið. Þetta gerir Terry að launahæsta knattspyrnumanni á Englandi.

Chelsea hefur staðið í ströngum samningsviðræðum við Terry og félaga hans, Frank Lampard, en þeir hafa sett þær kröfur að verða hæstlaunuðustu leikmenn félagsins. Síðastliðinn vetur voru Andriy Shevchenko og Michael Ballack launahæstir hjá Chelsea með 120 þúsund pund á viku.

Samningurinn í íslenskum krónum:

Ca. 832 milljónir á ári.

Ca. 64 milljónir á mánuði.

Ca. 16 milljónir á viku.

Ca. 2,3 milljónir á dag.

Ca. 95 þúsund á klukkustund.

Ca. 1583 krónur á mínútu.

Ca. 26 krónur á sekúndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×