Eldur kom upp í í vélarrúmi línuveiðibátsins Rúnin Ís-100 í mynni Ísafjarðardjúps um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Báturinn var á leið til hafnar eftir dagróður. Tveir menn voru um borð og tókst þeim að slökkva eldinn. Báturinn varð hinsvegar aflvana og því þurftu mennirnir að kalla á hjálp.
Báturinn Sædís frá Bolungarvík var fyrstur á staðinn og dróg Rúnina til hafnar. Þangað var komið um klukkan hálf tíu í gærkvöldi. Eldsupptök eru ókunn.