Landsfundur Samfylkingar hefst í dag

Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag í Egilshöll í Reykjavík. Fundurinn verður formlega settur klukkan fjögur síðdegis með stefnuræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns. Yfirskrift fundarins er Framtíð lands - framtíð þjóðar. Honum lýkur á morgun.