Íslenski boltinn

Mikilvægur sigur Þórs/KA í Garðabæ

Elvar Geir Magnússon skrifar
Olga Færseth skoraði fjögur í kvöld.
Olga Færseth skoraði fjögur í kvöld.

Fjórir leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Toppliðin tvö í deildinni, Valur og KR, unnu bæði leiki sína þar sem markadrottningarnar Margrét Lára Viðarsdóttir og Olga Færseth voru á skotskónum. Þór/KA vann mikilvægan sigur í botnbaráttunni.

Margrét Lára skoraði öll mörk Vals sem vann 3-0 sigur gegn Fjölni. Olga skoraði fjögur fyrir KR sem burstaði ÍR á útivelli. KR og Valur eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Bæði lið hafa 40 stig en Valur hefur heldur betri markatölu.

Ivana Ivanovic skoraði sigurmark Þórs/KA sem vann Stjörnuna 2-1 í Garðabænum. Óvænt úrslit það en gríðarlega mikilvæg stig fyrir Akureyrarliðið í botnbaráttunni. Með þessum sigri komst liðið þremur stigum frá ÍR sem er í eina fallsæti deildarinnar.

Fylkir er í næstneðsta sæti deildarinnar með níu stig, tveimur stigum meira en ÍR.

Úrslit kvöldsins:

ÍR - KR 0-8

Valur - Fylkir 3-0

Keflavík - Fjölnir 1-1

Stjarnan - Þór/KA 1-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×