Innlent

Þrír voru hæfari en Þorsteinn

Andri Ólafsson skrifar

Þrír umsækendur voru hæfari en Þorsteinn Davíðsson sem Árni Matthiesen, settur dómsmálaráðherra, skipaði í dag dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands.

Umsækjendur voru fimm. Nefnd sem lögum samkvæmt er falið að kanna hæfi umsækenda fyrir dómsmálaráðherra skipaði umsækjendum í flokka eftir hæfi. Flokkarnir eru óhæfur, hæfur, vel hæfur og mjög vel hæfur.

Ragnheiður Jónsdóttir og Þorsteinn Davíðsson voru af nefndinni álitinn hæf. En þeir Guðmundur Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður, Halldór Björnsson, aðstoðarmaður hæstaréttardómara og Pétur Dam Leifsson, lektor voru allir álitnir mjög vel hæfir.

Það er tveimur flokkum hæfari en Ragnheiður og svo Þorsteinn sem hlaut á endanum stöðuna.

Þorsteinn Davíðsson er sonur Davíðs Oddsonar, fyrrverandi forsætisráðherra, og fyrrverandi aðstoðarmaður Björn Bjarnasonar dómsmálaráðherra sem eftilét Árna Mathiesen að skipa fyrrum aðstoðarmann sinn í dómarastöðuna.

Nefndin sem vinnur álit á hæfi umsækjenda starfar eftir lögum um dómstóla. Í henni sitja þrír nefndarmenn. Einn skipaður af Hæstarétti, einn af Dómarafélagi Íslands og einn af Lögmannafélagi Íslands.

„Það vekur furðu mína að gengið hafi verið framhjá áliti nefndarinnar með þessum hætti," sagði Eggert Óskarsson einn nefndarmanna í samtali við Vísi í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×