Enski boltinn

Castillo lánaður til Manchester City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nery Castillo fagnar einu markanna sem hann skoraði á Copa America í sumar.
Nery Castillo fagnar einu markanna sem hann skoraði á Copa America í sumar. Nordic Photos / AFP

Nery Castillo, landsliðsmaður frá Mexíkó, hefur verið lánaður til enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City frá úkraínska liðinu Shaktar Donetsk.

Castillo var keyptur í sumar til liðsins frá Olympiakos fyrir fimmtán milljónir punda en hann hefur átt erfitt uppdráttar og ekki náð að festa stig í sessi í byrjunarliði Shaktar Donetsk.

Hann mun fromlega ganga til liðs við City þann 1. janúar næstkomandi og gildir lánssamningurinn í eitt ár.

„Löngun Nery um að láta þennan samning ganga í gegn var mjög sterk - hann borgaði stærsta hluta lánsfjárins sjálfur," sagði Alistair Mackintosh, framkvæmdarstjóri Manchester City. „Það sýnir hversu mikið hann langar til að spila með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni."

Castillo skoraði fjögur mörk í Copa America í sumar þegar Mexíkó komst alla leið í undanúrslit keppninnar. Hann skoraði einnig tólf mörk í 25 leikjum á lokatímabili sínu með Olympiakos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×