Innlent

Kalli Bjarni óttast skipuleggjendur dópsmygls

Andri Ólafsson skrifar

Aðalmeðferð í dópmáli Idolstjörnunnar Karls Bjarna Guðmundssonar fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Við þingfestingu málsins fyrr í vikunni játaði Kalli Bjarni að hafa reynt að smygla tæpum tveimur kílóum af kókaíni til landsins í byrjun júní. Hann sagðist þá hins vegar aðeins hafa verið burðardýr.

Sækjandi málsins, Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari, spurði Kalla Bjarna í morgun hver hefði beðið hann um að flytja efnin til landsins. Kalli Bjarni svaraði á þá leið að hann óttaðist afleiðingar þess að gefa upp nöfn þeirra sem stæðu á bak við smyglið. Hann kaus því að gefa ekkert upp um skipuleggjendur dópsmyglssins.

Þá kom fram í máli Jakobs Líndals dósents í eiturefnafræðum að styrkleiki kókaínsins sem Kalli Bjarni flutti inn hafi verið í meðallagi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×