Björgólfur setur fjóra milljarða í West Ham 13. desember 2007 12:41 Samstarf Eggerts Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar hjá West Ham hefur runnið sitt skeið á enda. Björgólfur Guðmundsson, aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, hefur sett um fjóra milljarða íslenskra króna inn í félagið á sama tíma og hann keypti 5% hlut Eggerts Magnússonar, fráfarandi stjórnarformanns. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimsíðu West Ham. Björgólfur tekur sjálfur við stjórnarformennsku af Eggerti en meðal annarra manna í stjórn eru Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, sem verður varaformaður í stjórninni. "Ætlun okkar er að byggja traustar undirstöður fyrir mentaðarfulla framtíð West Ham United. Þetta er frábært félag með gríðarmikla arfleifð og stórkostlega stuðningsmenn," segir Björgólfur í tilkynningunni. Jafnframt heitir Björgólfur því að standa þétt við bakið á Alan Curbishley, knattspyrnustjóra félagsins, og leikmönnum til að skapa þeim sem bestar aðstæður. Þá var tekin ákvörðun um að halda áfram með undirbúning að nýjum 60 þúsund manna velli sem Björgólfur segir að sé mikilvægur fyrir framtíð félagsins. "Þegar við lítum til framtíðar vil ég nota tækifærið og þakka Eggerti Magnússyni sem hefur staðið sig frábærlega sem stjórnarformaður, oft í erfiðum kringumstæðum, síðan við keyptum félagið fyrir rúmu ári. Eggert hefur ákveðið að hverfa til annarra starfa. Við óskum honum gæfu í framtíðinni og þökkum honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir West Ham," segir Björgólfur ennfremur í tilkynningunni. "Ég hef notið hverrar mínútu hjá West Ham. Það hefur verið heiður að taka þátt í þessu starfi allt frá því að ég og Björgólfur tókum saman höndum og keyptum félagið. Nú, þegar ég hef selt minn hluta í félaginu og ætla að einbeita mér að mínum eigin málum, er rétti tíminn fyrir mig til að hætta sem stjórnarformaður. Síðustu tólf mánuðir hafa ekki verið vandræðalausir en ég tel að félagið hafi styrkst verulega á þessum tíma. Björgólfur hefur alltaf staðið þétt við bakið á mér í starfi mínu sem stjórnarformaður og ég er glaður yfir því að hann skuli taka við og halda áfram að vinna að því að koma félaginu hærra," segir Eggert í tilkynningunni. Eggert hefur alltaf verið vinsæll hjá stuðningsmönnum West Ham og hann notaði tækifærið í tlikynningunni og þakkaði þeim sérstaklega. "Mig langar sérstaklega til að þakka stuðningsmönnum West Ham fyrir tímann. Þeir hafa sannað það á undanförnum árum að þeir eru bestu stuðningsmennirnir í Englandi. Ég þakka öllum þeim sem hafa unnið með mér hjá West Ham og vona að félaginu gangi vel í framtíðinni. Ég mun hvetja liðið áfram hvenær sem tími gefst," segir Eggert að lokum. Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Björgólfur Guðmundsson, aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, hefur sett um fjóra milljarða íslenskra króna inn í félagið á sama tíma og hann keypti 5% hlut Eggerts Magnússonar, fráfarandi stjórnarformanns. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimsíðu West Ham. Björgólfur tekur sjálfur við stjórnarformennsku af Eggerti en meðal annarra manna í stjórn eru Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, sem verður varaformaður í stjórninni. "Ætlun okkar er að byggja traustar undirstöður fyrir mentaðarfulla framtíð West Ham United. Þetta er frábært félag með gríðarmikla arfleifð og stórkostlega stuðningsmenn," segir Björgólfur í tilkynningunni. Jafnframt heitir Björgólfur því að standa þétt við bakið á Alan Curbishley, knattspyrnustjóra félagsins, og leikmönnum til að skapa þeim sem bestar aðstæður. Þá var tekin ákvörðun um að halda áfram með undirbúning að nýjum 60 þúsund manna velli sem Björgólfur segir að sé mikilvægur fyrir framtíð félagsins. "Þegar við lítum til framtíðar vil ég nota tækifærið og þakka Eggerti Magnússyni sem hefur staðið sig frábærlega sem stjórnarformaður, oft í erfiðum kringumstæðum, síðan við keyptum félagið fyrir rúmu ári. Eggert hefur ákveðið að hverfa til annarra starfa. Við óskum honum gæfu í framtíðinni og þökkum honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir West Ham," segir Björgólfur ennfremur í tilkynningunni. "Ég hef notið hverrar mínútu hjá West Ham. Það hefur verið heiður að taka þátt í þessu starfi allt frá því að ég og Björgólfur tókum saman höndum og keyptum félagið. Nú, þegar ég hef selt minn hluta í félaginu og ætla að einbeita mér að mínum eigin málum, er rétti tíminn fyrir mig til að hætta sem stjórnarformaður. Síðustu tólf mánuðir hafa ekki verið vandræðalausir en ég tel að félagið hafi styrkst verulega á þessum tíma. Björgólfur hefur alltaf staðið þétt við bakið á mér í starfi mínu sem stjórnarformaður og ég er glaður yfir því að hann skuli taka við og halda áfram að vinna að því að koma félaginu hærra," segir Eggert í tilkynningunni. Eggert hefur alltaf verið vinsæll hjá stuðningsmönnum West Ham og hann notaði tækifærið í tlikynningunni og þakkaði þeim sérstaklega. "Mig langar sérstaklega til að þakka stuðningsmönnum West Ham fyrir tímann. Þeir hafa sannað það á undanförnum árum að þeir eru bestu stuðningsmennirnir í Englandi. Ég þakka öllum þeim sem hafa unnið með mér hjá West Ham og vona að félaginu gangi vel í framtíðinni. Ég mun hvetja liðið áfram hvenær sem tími gefst," segir Eggert að lokum.
Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn