Björgólfur setur fjóra milljarða í West Ham 13. desember 2007 12:41 Samstarf Eggerts Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar hjá West Ham hefur runnið sitt skeið á enda. Björgólfur Guðmundsson, aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, hefur sett um fjóra milljarða íslenskra króna inn í félagið á sama tíma og hann keypti 5% hlut Eggerts Magnússonar, fráfarandi stjórnarformanns. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimsíðu West Ham. Björgólfur tekur sjálfur við stjórnarformennsku af Eggerti en meðal annarra manna í stjórn eru Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, sem verður varaformaður í stjórninni. "Ætlun okkar er að byggja traustar undirstöður fyrir mentaðarfulla framtíð West Ham United. Þetta er frábært félag með gríðarmikla arfleifð og stórkostlega stuðningsmenn," segir Björgólfur í tilkynningunni. Jafnframt heitir Björgólfur því að standa þétt við bakið á Alan Curbishley, knattspyrnustjóra félagsins, og leikmönnum til að skapa þeim sem bestar aðstæður. Þá var tekin ákvörðun um að halda áfram með undirbúning að nýjum 60 þúsund manna velli sem Björgólfur segir að sé mikilvægur fyrir framtíð félagsins. "Þegar við lítum til framtíðar vil ég nota tækifærið og þakka Eggerti Magnússyni sem hefur staðið sig frábærlega sem stjórnarformaður, oft í erfiðum kringumstæðum, síðan við keyptum félagið fyrir rúmu ári. Eggert hefur ákveðið að hverfa til annarra starfa. Við óskum honum gæfu í framtíðinni og þökkum honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir West Ham," segir Björgólfur ennfremur í tilkynningunni. "Ég hef notið hverrar mínútu hjá West Ham. Það hefur verið heiður að taka þátt í þessu starfi allt frá því að ég og Björgólfur tókum saman höndum og keyptum félagið. Nú, þegar ég hef selt minn hluta í félaginu og ætla að einbeita mér að mínum eigin málum, er rétti tíminn fyrir mig til að hætta sem stjórnarformaður. Síðustu tólf mánuðir hafa ekki verið vandræðalausir en ég tel að félagið hafi styrkst verulega á þessum tíma. Björgólfur hefur alltaf staðið þétt við bakið á mér í starfi mínu sem stjórnarformaður og ég er glaður yfir því að hann skuli taka við og halda áfram að vinna að því að koma félaginu hærra," segir Eggert í tilkynningunni. Eggert hefur alltaf verið vinsæll hjá stuðningsmönnum West Ham og hann notaði tækifærið í tlikynningunni og þakkaði þeim sérstaklega. "Mig langar sérstaklega til að þakka stuðningsmönnum West Ham fyrir tímann. Þeir hafa sannað það á undanförnum árum að þeir eru bestu stuðningsmennirnir í Englandi. Ég þakka öllum þeim sem hafa unnið með mér hjá West Ham og vona að félaginu gangi vel í framtíðinni. Ég mun hvetja liðið áfram hvenær sem tími gefst," segir Eggert að lokum. Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Björgólfur Guðmundsson, aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, hefur sett um fjóra milljarða íslenskra króna inn í félagið á sama tíma og hann keypti 5% hlut Eggerts Magnússonar, fráfarandi stjórnarformanns. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimsíðu West Ham. Björgólfur tekur sjálfur við stjórnarformennsku af Eggerti en meðal annarra manna í stjórn eru Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, sem verður varaformaður í stjórninni. "Ætlun okkar er að byggja traustar undirstöður fyrir mentaðarfulla framtíð West Ham United. Þetta er frábært félag með gríðarmikla arfleifð og stórkostlega stuðningsmenn," segir Björgólfur í tilkynningunni. Jafnframt heitir Björgólfur því að standa þétt við bakið á Alan Curbishley, knattspyrnustjóra félagsins, og leikmönnum til að skapa þeim sem bestar aðstæður. Þá var tekin ákvörðun um að halda áfram með undirbúning að nýjum 60 þúsund manna velli sem Björgólfur segir að sé mikilvægur fyrir framtíð félagsins. "Þegar við lítum til framtíðar vil ég nota tækifærið og þakka Eggerti Magnússyni sem hefur staðið sig frábærlega sem stjórnarformaður, oft í erfiðum kringumstæðum, síðan við keyptum félagið fyrir rúmu ári. Eggert hefur ákveðið að hverfa til annarra starfa. Við óskum honum gæfu í framtíðinni og þökkum honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir West Ham," segir Björgólfur ennfremur í tilkynningunni. "Ég hef notið hverrar mínútu hjá West Ham. Það hefur verið heiður að taka þátt í þessu starfi allt frá því að ég og Björgólfur tókum saman höndum og keyptum félagið. Nú, þegar ég hef selt minn hluta í félaginu og ætla að einbeita mér að mínum eigin málum, er rétti tíminn fyrir mig til að hætta sem stjórnarformaður. Síðustu tólf mánuðir hafa ekki verið vandræðalausir en ég tel að félagið hafi styrkst verulega á þessum tíma. Björgólfur hefur alltaf staðið þétt við bakið á mér í starfi mínu sem stjórnarformaður og ég er glaður yfir því að hann skuli taka við og halda áfram að vinna að því að koma félaginu hærra," segir Eggert í tilkynningunni. Eggert hefur alltaf verið vinsæll hjá stuðningsmönnum West Ham og hann notaði tækifærið í tlikynningunni og þakkaði þeim sérstaklega. "Mig langar sérstaklega til að þakka stuðningsmönnum West Ham fyrir tímann. Þeir hafa sannað það á undanförnum árum að þeir eru bestu stuðningsmennirnir í Englandi. Ég þakka öllum þeim sem hafa unnið með mér hjá West Ham og vona að félaginu gangi vel í framtíðinni. Ég mun hvetja liðið áfram hvenær sem tími gefst," segir Eggert að lokum.
Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira