Björgólfur setur fjóra milljarða í West Ham 13. desember 2007 12:41 Samstarf Eggerts Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar hjá West Ham hefur runnið sitt skeið á enda. Björgólfur Guðmundsson, aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, hefur sett um fjóra milljarða íslenskra króna inn í félagið á sama tíma og hann keypti 5% hlut Eggerts Magnússonar, fráfarandi stjórnarformanns. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimsíðu West Ham. Björgólfur tekur sjálfur við stjórnarformennsku af Eggerti en meðal annarra manna í stjórn eru Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, sem verður varaformaður í stjórninni. "Ætlun okkar er að byggja traustar undirstöður fyrir mentaðarfulla framtíð West Ham United. Þetta er frábært félag með gríðarmikla arfleifð og stórkostlega stuðningsmenn," segir Björgólfur í tilkynningunni. Jafnframt heitir Björgólfur því að standa þétt við bakið á Alan Curbishley, knattspyrnustjóra félagsins, og leikmönnum til að skapa þeim sem bestar aðstæður. Þá var tekin ákvörðun um að halda áfram með undirbúning að nýjum 60 þúsund manna velli sem Björgólfur segir að sé mikilvægur fyrir framtíð félagsins. "Þegar við lítum til framtíðar vil ég nota tækifærið og þakka Eggerti Magnússyni sem hefur staðið sig frábærlega sem stjórnarformaður, oft í erfiðum kringumstæðum, síðan við keyptum félagið fyrir rúmu ári. Eggert hefur ákveðið að hverfa til annarra starfa. Við óskum honum gæfu í framtíðinni og þökkum honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir West Ham," segir Björgólfur ennfremur í tilkynningunni. "Ég hef notið hverrar mínútu hjá West Ham. Það hefur verið heiður að taka þátt í þessu starfi allt frá því að ég og Björgólfur tókum saman höndum og keyptum félagið. Nú, þegar ég hef selt minn hluta í félaginu og ætla að einbeita mér að mínum eigin málum, er rétti tíminn fyrir mig til að hætta sem stjórnarformaður. Síðustu tólf mánuðir hafa ekki verið vandræðalausir en ég tel að félagið hafi styrkst verulega á þessum tíma. Björgólfur hefur alltaf staðið þétt við bakið á mér í starfi mínu sem stjórnarformaður og ég er glaður yfir því að hann skuli taka við og halda áfram að vinna að því að koma félaginu hærra," segir Eggert í tilkynningunni. Eggert hefur alltaf verið vinsæll hjá stuðningsmönnum West Ham og hann notaði tækifærið í tlikynningunni og þakkaði þeim sérstaklega. "Mig langar sérstaklega til að þakka stuðningsmönnum West Ham fyrir tímann. Þeir hafa sannað það á undanförnum árum að þeir eru bestu stuðningsmennirnir í Englandi. Ég þakka öllum þeim sem hafa unnið með mér hjá West Ham og vona að félaginu gangi vel í framtíðinni. Ég mun hvetja liðið áfram hvenær sem tími gefst," segir Eggert að lokum. Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Björgólfur Guðmundsson, aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, hefur sett um fjóra milljarða íslenskra króna inn í félagið á sama tíma og hann keypti 5% hlut Eggerts Magnússonar, fráfarandi stjórnarformanns. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimsíðu West Ham. Björgólfur tekur sjálfur við stjórnarformennsku af Eggerti en meðal annarra manna í stjórn eru Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, sem verður varaformaður í stjórninni. "Ætlun okkar er að byggja traustar undirstöður fyrir mentaðarfulla framtíð West Ham United. Þetta er frábært félag með gríðarmikla arfleifð og stórkostlega stuðningsmenn," segir Björgólfur í tilkynningunni. Jafnframt heitir Björgólfur því að standa þétt við bakið á Alan Curbishley, knattspyrnustjóra félagsins, og leikmönnum til að skapa þeim sem bestar aðstæður. Þá var tekin ákvörðun um að halda áfram með undirbúning að nýjum 60 þúsund manna velli sem Björgólfur segir að sé mikilvægur fyrir framtíð félagsins. "Þegar við lítum til framtíðar vil ég nota tækifærið og þakka Eggerti Magnússyni sem hefur staðið sig frábærlega sem stjórnarformaður, oft í erfiðum kringumstæðum, síðan við keyptum félagið fyrir rúmu ári. Eggert hefur ákveðið að hverfa til annarra starfa. Við óskum honum gæfu í framtíðinni og þökkum honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir West Ham," segir Björgólfur ennfremur í tilkynningunni. "Ég hef notið hverrar mínútu hjá West Ham. Það hefur verið heiður að taka þátt í þessu starfi allt frá því að ég og Björgólfur tókum saman höndum og keyptum félagið. Nú, þegar ég hef selt minn hluta í félaginu og ætla að einbeita mér að mínum eigin málum, er rétti tíminn fyrir mig til að hætta sem stjórnarformaður. Síðustu tólf mánuðir hafa ekki verið vandræðalausir en ég tel að félagið hafi styrkst verulega á þessum tíma. Björgólfur hefur alltaf staðið þétt við bakið á mér í starfi mínu sem stjórnarformaður og ég er glaður yfir því að hann skuli taka við og halda áfram að vinna að því að koma félaginu hærra," segir Eggert í tilkynningunni. Eggert hefur alltaf verið vinsæll hjá stuðningsmönnum West Ham og hann notaði tækifærið í tlikynningunni og þakkaði þeim sérstaklega. "Mig langar sérstaklega til að þakka stuðningsmönnum West Ham fyrir tímann. Þeir hafa sannað það á undanförnum árum að þeir eru bestu stuðningsmennirnir í Englandi. Ég þakka öllum þeim sem hafa unnið með mér hjá West Ham og vona að félaginu gangi vel í framtíðinni. Ég mun hvetja liðið áfram hvenær sem tími gefst," segir Eggert að lokum.
Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira