Enski boltinn

Eggert: Mjög stoltur af mínum störfum

Eggert Magnússon og Björgólfur Guðmundsson á góðri stundu í stúkunni á Upton Park, heimavelli West Ham.
Eggert Magnússon og Björgólfur Guðmundsson á góðri stundu í stúkunni á Upton Park, heimavelli West Ham.

Eggert Magnússon, sem verið hefur stjórnarformaður West Ham í rétt rúmt ár, mun hætta í dag. Hann mun jafnframt selja 5% hlut sinn í eignarhaldsfélaginu West Ham Holding sem á West Ham. Í samtali við Vísi sagðist hann vera mjög stoltur af sínum störfum hjá félaginu.

Eggert vildi ekkert tjá sig um hvaða verkefni hann tæki sér fyrir hendur á næstunni.

Björgólfur Guðmundsson mun taka við stjórnarformennsku í félaginu af Eggerti en hann kaupir jafnframt hlut hans í West Ham Holding. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×