Fótbolti

Laporta: Ronaldinho fer hvergi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronaldinho fagnar marki með Barcelona.
Ronaldinho fagnar marki með Barcelona. Nordic Photos / Getty Images

Juan Laporta, forseti Barcelona, segir að stórstjarnan Ronaldinho sé ekki á leið frá félaginu í janúar næstkomandi.

Ronaldinho hefur verið talsvert frá sínu besta á tímabilinu en hefur reyndar einnig átt við meiðsli að stríða. Hann hefur undanfarið verið orðaður bæði við Chelsea og AC Milan sem munu vera reiðubúin að borgar háar upphæðir fyrir kappann.

„Við ætlum ekki að selja Ronaldinho," sagði Laporta. „Við höfum ekki verið í sambandi við nein önnur félagslið vegna hans."

Samningur hans við félagið rennur út í júní 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×