Enski boltinn

Fabregas enn tæpur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger og hans menn í Arsenal töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu um helgina.
Arsene Wenger og hans menn í Arsenal töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu um helgina. Nordic Photos / Getty Images

Talið er fremur ólíklegt að Cesc Fabregas verði orðinn leikfær fyrir stórleik Arsenal og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Leikurinn fer fram á sunnudag og reyndar einnig líka stórslagur Liverpool og Manchester United.

Fabregas hefur verið frá vegna meiðsla og missti af leikjunum við Newcastle og Middlesbrough á síðustu dögum. Þá er Alexander Hleb einnig afar tæpur.

Góðu fréttirnar fyrir Arsenal eru hins vegar þær að Mathieu Flamini gæti tekið þátt í leiknum en hann hefur verið meiddur í læri. Robin van Persie gæti einnig verið í leikmannahópi liðsins um helgina.

„Sá eini sem á raunhæfa möguleika á því að taka þátt í leiknum er Flamini," sagði Wenger við heimasíðu Arsenal. „Van Persie gæti verið í hópnum, sem og Diaby. Ég er þó ekki viss um Cesc og Hleb."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×