Enski boltinn

Ferguson játaði sekt sína

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur viðurkennt að hann blótaði Mark Clattenburg dómara í sand og ösku í tapleiknum gegn Bolton í síðasta mánuði.

Enska knattspyrnusambandið greindi frá því í dag að Ferguson hafi ekki farið fram á að mál hans yrði sérstaklega tekið fyrir. Talið er líklegt að hann fái sekt og jafnvel bann.

Ferguson var rekinn af velli í hálfleik leiks United og Bolton. Eftir leikinn sagði hann við fjölmiðla að hann hafi sagt Clattenburg hvað honum fannst um frammistöðu hans í leiknum.

„Honum líkaði það ekki," sagði Ferguson. „En leikurinn var að leysast upp í vitleysu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×