Fótbolti

Ekkert gengur hjá AZ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Louis van Gaal stjóri AZ var væntanlega ekki ánægður með sína menn í dag.
Louis van Gaal stjóri AZ var væntanlega ekki ánægður með sína menn í dag. Nordic Photos / AFP

AZ Alkmaar er í tíunda sæti hollensku úrvalsdeildarinnar eftir að liðið tapaði fyrir Twente á útivelli í dag.

Undanfarin ár hefur AZ verið í toppbaráttu hollensku deildarinnar en illa hefur gengið hjá liðinu í haust.

Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir AZ í dag sem lenti tveimur mörkum undir eftir klukkutíma leik. Graziano Pelle minnkaði muninn fyrir AZ á 73. mínútu en nær komst liðið ekki.

Twente er í fimmta sæti deildarinnar með 23 stig en AZ er með átján stig. Á toppnum er PSV með 30 stig.

Ajax mistókst að endurheimta toppsætið er liðið tapaði óvænt fyrir NAC á heimavelli, 3-1. Feyenoord vann stórsigur á Heracles, 6-0, og Heerenveen vann 1-0 útisigur á NEC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×