Erlent

Hnífjöfn staða í dönskum stjórnmálum

Nú þegar aðeins vika er í þingkosningar í Danmörku mælast vinstri- og hægriflokkarnir hnífjafnir í skoðanakönnun sem ritzau-fréttastofan birti í morgun.

Hægriflokkarnir myndu fá 83 þingsæti samkvæmt könnunni sem er tap upp á 11 þingsæti. Vinstriflokkarnir myndu fá sama fjölda sæta eða 83, sem er viðbót upp á 8 þingsæti.

Það virðist því vera flokkurinn Ny Alliance sem ráða mun næstu ríkisstjórn en hann fær níu þingsæti samkvæmt þessari könnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×