Erlent

15 ára stúlka í fangaklefa með karlmönnum

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja konur í brasilískum fangelsum ekki fá góða meðferð.
Mannréttindasamtökin Amnesty International segja konur í brasilískum fangelsum ekki fá góða meðferð. MYND/Getty Images

Fimmtán ára stúlku var nauðgað ítrekað í fangelsi í Brasilíu þar sem hún var í haldi í margar vikur fyrir þjófnað. Henni var komið fyrir í klefa með tuttugu og einum manni. Yfirmenn í fangelsinu munu hafa vitað af misnotkuninni en ekki gert neitt í málinu.

Þegar fyrst var greint frá þessu í brasilískum fjölmiðlum fyrr í vikunni var þess þegar krafist að stúlkan yrði færð í annað fangelsi til afplánunar.

Stúlkunni og ættingjum hennar hafa borist morðhótanir segi hún til fanganna sem misnotuðu hana og fangelsisvarðanna sem leiddu það hjá sér.

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja konur í fangelsum í Brasilíu ekki fá mannúðlega meðferð og tilvikið sem hér um ræðir ekki einsdæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×