Erlent

Líbönum mistekst að kjósa forseta

Fuad Siniora forsætisráðherra Líbanon.
Fuad Siniora forsætisráðherra Líbanon. MYND/AFP

Líbönskum þingmönnum mistókst í dag að kalla saman fund til að kjósa nýjan forseta. Kjörtímabili Emile Lahoud núverandi forseta lýkur á miðnætti í kvöld. Þingmenn stjórnarflokkanna höfðu vonað að hægt yrði að kjósa, en stjórnarandstaðan sem er höll undir Sýrland varð til þess að ekki náðist tilskilinn meyrihluti til að kjósa.

Óttast er að stjórnmálakrísan leiði til borgaralegra átaka og möguleika á átökum um stjórn í landinu líkt og gerðist á 15 ára tímabili borgarastríðsins.

Nabih Berri talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði að kosið yrði 30. nóvember. Endurteknar tilraunir til að kjósa nýjan forseta síðustu tvo mánuði hafa verið tafist vegna átaka á milli flokka.

Þingmenn meirihlutans hvöttu Lahoud forseta að yfirgefa forsetahöllina í kvöld þegar kjörtímabili hans lýkur formlega. Berri sagði að ef hann kysi að vera áfram væri það glæpur gegn lögbundinni stjórnarskrá. Hún kveður á um það að forsætisráðherra og sitjandi stjórn taki við stjórnartaumu hafi ekki verið kosið um nýjan forseta þegar tímabilið rennur út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×