Erlent

Tíu látnir í sprengjuárásum á Indlandi

Lögreglumenn og lögmenn á vettvangi sprengjutilræðis í Varanasi í morgun.
Lögreglumenn og lögmenn á vettvangi sprengjutilræðis í Varanasi í morgun. MYND/AP

Að minnsta kosti tíu týndu lífi og fjölmargir særðust þegar þrjár sprengjur sprungu nær samtímis í dómshúsum í þremur borgum í norðurhluta Indlands í morgun.

Yfirvöld á svæðinu segja herskáa hindúa eða múslima hafa verið að verki og ætlað að valda enn meiri ófriði milli fylkinganna. Hindúar og múslimar í norðurhluta landsins hafa borist á banaspjót í mörg ár eða allt frá því öfgamenn úr hópi hindúa eyðilögðu sextándu aldar mosku þar fyrir fimmtán árum.

Talsmaður lögfræðinga telur mögulegt að sprengjunum hafi aðallega verið beint gegn lögfræðingum í borgunum þremur sem flestir hafi ákveðið fyrr á þessu ári að hætta að veita grunuðum hryðjuverka- og öfgamönnum á svæðinu nokkra lögfræðiaðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×