Taserbyssur sagðar hættulitlar Óli Tynes skrifar 21. nóvember 2007 14:58 Auglýsingamynd sem á að sýna hnífamann yfirbugaðan með Taser. Sagt skárri kostur en að skjóta hann til bana. Rannsóknir á Taser byssunum svokölluðu sem lama fólk í stutta stund með rafstuði, benda til að þær séu hættulitlar. Yfir 10 þúsund löggæslustofnanir í 45 löndum nota þessar byssur. Á fréttavef BBC er sagt frá rannsókn á eittþúsund tilfellum þar sem Taser var beitt, í Bandaríkjunum. Rannsóknin var gerð við Wake Forest háskólann í Bandaríkjunum með styrk frá US National Institute of Justice. Meiðsli lítil Bráðabirgðaniðurstöður í 597 tilfellum voru birtar í tímaritinu Annals of Emergency Medicine í september síðastliðnum. Niðurstöðurnar benda til þess að hættan sé lítil og alvarleiki meiðsla sé lítill. Flest meiðslin voru mar og skrámur. Í þrem tilfellum meiddist fólk það alvarlega að það lagt lagt inn á sjúkrahús. Tvennt hlaut höfuðmeiðsli þegar það féll við Taser skot. Einn var lagður inn á sjúkrahús tveim dögum síðar vegna ástands sem var óljóst hvort tengdist Taser beitingu. Tveir hinna handteknu létust en krufning benti til þess að í hvorugu tilfellinu væri það vegna Taser beitingar. Amnesty á móti Samtökin Amnesty International telja Taser byssur vera hættulegar og nefna tölur um dauðsföll tengd notkun þeirra. Samtökin viðurkenna þó að þau hafi ekki vísindalegar sannanir fyrir því að beiting vopnanna hafi valdið þessum dauðsföllum. Samtök lögreglumanna í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar, eru hlynnt því að hafa þennan valkost. Hann dragi úr hættu á meiðslum eða jafnvel dauða bæði lögreglumanna og þeirra sem þeir hafi afskipti af. Skotvopn séu auðvitað margfallt hættulegri. Og það sé einnig hættulegra fyrir alla aðila að lenda í slagsmálum þar sem beitt sé kylfum eða hnúum og hnefum. Taser byssurnar lami fólk í örskamma stund og á meðan sé hægt að koma því í járn. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa látið skjóta í sig Taser pílum. Bæði lögreglumenn og blaðamenn. Kanadiskur blaðamaður lýsir því þannig að hnén á honum hafi gefið eftir og hann hafi dottið niður varnarlaus. Um leið og straumurinn var tekinn af reis hann á fætur og kenndi sér einskis meins. Ekki 50 þúsund volt Taser byssur lama ekki með 50 þúsund volta straumi heldur 1200. Þegar rafmagnið flæðir milli póla í tækinu sjálfu eru það 50 þúsund volt. Þegar hinsvegar er búið að skjóta í mann fellur það niður í 1200. Fyrirtækið Taser International heldur því fram að byssur þeirra séu hættulausar. Taser segir að um þetta vitni yfir sjötíu sjálfstæðar rannsóknir. Bæði læknisfræðilegar- og öryggisrannsóknir. Þær hafi leitt í ljós að í tilfellum þar sem dauða bar að höndum eftir að Taser var beitt, hafi krufning leitt í ljós að orsakana var að leita annarsstaðar. Erlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Rannsóknir á Taser byssunum svokölluðu sem lama fólk í stutta stund með rafstuði, benda til að þær séu hættulitlar. Yfir 10 þúsund löggæslustofnanir í 45 löndum nota þessar byssur. Á fréttavef BBC er sagt frá rannsókn á eittþúsund tilfellum þar sem Taser var beitt, í Bandaríkjunum. Rannsóknin var gerð við Wake Forest háskólann í Bandaríkjunum með styrk frá US National Institute of Justice. Meiðsli lítil Bráðabirgðaniðurstöður í 597 tilfellum voru birtar í tímaritinu Annals of Emergency Medicine í september síðastliðnum. Niðurstöðurnar benda til þess að hættan sé lítil og alvarleiki meiðsla sé lítill. Flest meiðslin voru mar og skrámur. Í þrem tilfellum meiddist fólk það alvarlega að það lagt lagt inn á sjúkrahús. Tvennt hlaut höfuðmeiðsli þegar það féll við Taser skot. Einn var lagður inn á sjúkrahús tveim dögum síðar vegna ástands sem var óljóst hvort tengdist Taser beitingu. Tveir hinna handteknu létust en krufning benti til þess að í hvorugu tilfellinu væri það vegna Taser beitingar. Amnesty á móti Samtökin Amnesty International telja Taser byssur vera hættulegar og nefna tölur um dauðsföll tengd notkun þeirra. Samtökin viðurkenna þó að þau hafi ekki vísindalegar sannanir fyrir því að beiting vopnanna hafi valdið þessum dauðsföllum. Samtök lögreglumanna í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar, eru hlynnt því að hafa þennan valkost. Hann dragi úr hættu á meiðslum eða jafnvel dauða bæði lögreglumanna og þeirra sem þeir hafi afskipti af. Skotvopn séu auðvitað margfallt hættulegri. Og það sé einnig hættulegra fyrir alla aðila að lenda í slagsmálum þar sem beitt sé kylfum eða hnúum og hnefum. Taser byssurnar lami fólk í örskamma stund og á meðan sé hægt að koma því í járn. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa látið skjóta í sig Taser pílum. Bæði lögreglumenn og blaðamenn. Kanadiskur blaðamaður lýsir því þannig að hnén á honum hafi gefið eftir og hann hafi dottið niður varnarlaus. Um leið og straumurinn var tekinn af reis hann á fætur og kenndi sér einskis meins. Ekki 50 þúsund volt Taser byssur lama ekki með 50 þúsund volta straumi heldur 1200. Þegar rafmagnið flæðir milli póla í tækinu sjálfu eru það 50 þúsund volt. Þegar hinsvegar er búið að skjóta í mann fellur það niður í 1200. Fyrirtækið Taser International heldur því fram að byssur þeirra séu hættulausar. Taser segir að um þetta vitni yfir sjötíu sjálfstæðar rannsóknir. Bæði læknisfræðilegar- og öryggisrannsóknir. Þær hafi leitt í ljós að í tilfellum þar sem dauða bar að höndum eftir að Taser var beitt, hafi krufning leitt í ljós að orsakana var að leita annarsstaðar.
Erlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira