Heimild Skipta skapar ekki óeðlileg fordæmi 19. nóvember 2007 15:48 MYND/GVA Geir H. Haarde forsætisráðherra segir þá ákvörðun fjármálaráðherra að veita fyrirtækinu Skiptum heimild til að fresta skráningu í Kauphöll Íslands ekki skapa óeðlileg fordæmi fyrir aðra samninga ríkisins. Hann segir að verið sé að bregðast við ófyrirséðum og óvenjulegum aðstæðum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Hann benti á að með ákvörðun sinni hefði fjármálaráðherra verið að leysa eigendur Skipta undan þeirri skyldu að skrá félagið á markað og selja að minnsta kosti 30 prósenta hlut í félaginu fyrir áramót eins og kveðið hefði verið á um í samningi um sölu Símans árið 2005. Forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu borið fyrir sig að desember væri ekki heppilegur mánuður til skráningar og að Skipti tækju nú þátt í kaupum á slóvenska símanum. Þá taldi hann að ástæða þessa væri sú að forsvarsmenn Símans óttuðust að almenningur fengi hlutina í Símanum á óþarflega góðu verði og því fengju eigendur ekki nóg fyrir sinn snúð. Spurði hann forsætisráðherra sem yfirmann einkavæðingarnefndar hvort þetta væri heppilegt fordæmi og hvaða mark yrði tekið á ákvæðum sams konar samninga í framtíðinni. Forsætisráðherra sagði að fresturinn sem Skipti hefðu fengið hefði verið veittur við óvenjulegar aðstæður. Skipti hygði á fjárfestingar í Slóveníu og erfitt væri fyrir fyrirtækið að leggja fram allar upplýsingar nú fyrir áramót. Taldi hann að þessi frestun skipti ekki sköpum fyrir kaup almennings í félaginu og að kaupin í Slóveníu væru líklegri til þess að gera bréfin að góðri markaðsvöru. Þá taldi hann að málið skapaði ekki nein óeðlileg fordæmi fyrir aðra samninga. Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir þá ákvörðun fjármálaráðherra að veita fyrirtækinu Skiptum heimild til að fresta skráningu í Kauphöll Íslands ekki skapa óeðlileg fordæmi fyrir aðra samninga ríkisins. Hann segir að verið sé að bregðast við ófyrirséðum og óvenjulegum aðstæðum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Hann benti á að með ákvörðun sinni hefði fjármálaráðherra verið að leysa eigendur Skipta undan þeirri skyldu að skrá félagið á markað og selja að minnsta kosti 30 prósenta hlut í félaginu fyrir áramót eins og kveðið hefði verið á um í samningi um sölu Símans árið 2005. Forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu borið fyrir sig að desember væri ekki heppilegur mánuður til skráningar og að Skipti tækju nú þátt í kaupum á slóvenska símanum. Þá taldi hann að ástæða þessa væri sú að forsvarsmenn Símans óttuðust að almenningur fengi hlutina í Símanum á óþarflega góðu verði og því fengju eigendur ekki nóg fyrir sinn snúð. Spurði hann forsætisráðherra sem yfirmann einkavæðingarnefndar hvort þetta væri heppilegt fordæmi og hvaða mark yrði tekið á ákvæðum sams konar samninga í framtíðinni. Forsætisráðherra sagði að fresturinn sem Skipti hefðu fengið hefði verið veittur við óvenjulegar aðstæður. Skipti hygði á fjárfestingar í Slóveníu og erfitt væri fyrir fyrirtækið að leggja fram allar upplýsingar nú fyrir áramót. Taldi hann að þessi frestun skipti ekki sköpum fyrir kaup almennings í félaginu og að kaupin í Slóveníu væru líklegri til þess að gera bréfin að góðri markaðsvöru. Þá taldi hann að málið skapaði ekki nein óeðlileg fordæmi fyrir aðra samninga.
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira