Innlent

Nágranni þakkar fyrir að ekki fór verr í bruna í Fannarfelli

Andri Ólafsson skrifar
Eldurinn kom upp í fjölbýlishúsi við Fannarfell 6 í Breiðholti.
Eldurinn kom upp í fjölbýlishúsi við Fannarfell 6 í Breiðholti.

"Lögreglan sparkaði gat í hurðina hjá mér og kom svo öskrandi inn," segir Gunnar Sverrrisson öryrki og íbúi í Fannarfelli í Breiðholti. Sem vaknaði við það í morgun að eldur var kominn upp í íbúð fyrir ofan hann. Lögregla var þá þegar komin á svæðið og aðstoðaði íbúa við að komast úr húsinu.

Tvennt var í íbúðinni sem eldurinn kom upp í, maður og kona. Voru þau bæði flutt á sjúkrahús vegna reykeitrunar.

Gunnar slapp hins vegar heill en var fluttur ásamt öðrum íbúum í strætisvagns skammt frá á meðan slökkvilið réð niðurlögum eldsins.

Gunnar segir að ekkert tjón hafi orðið í öðrum íbúðum hússins fyrir utan íbúðina við hlið þeirrar sem eldurinn kom upp.

Hann segir þetta ekki skemmtilega lífstreynslu og þakkar fyrir að ekki fór verr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×