Innlent

Dregið úr kolmunnaveiðum

Þriðja árið í röð verður dregið úr kolmunnaveiðum. Þetta var ákveðið á ársfundi Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar sem lauk í Lundúnum í gær. Ákveðið var að heimila á næsta ári að veiða alls 1.266 þúsund tonn af kolmunna, þar af er hlutur Íslands tæp 203 þúsund tonn. Ekki náðist samkomulag um stjórn veiða á úthafskarfa á Reykjaneshrygg, að því er fram kemur í tilkynningu frá fiskveiðinefndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×