Neyðarlög í Pakistan Guðjón Helgason skrifar 3. nóvember 2007 18:30 Neyðarástandi var lýst yfir í Pakistan í dag. Musharraf forseti tók sér alræðisvald og skipti um forseta hæstréttar. Dómstóllinn á enn eftir að úrskurða um kjörgengi Musharrafs í síðustu kosningum. Benasír Búttó, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, fór til Dúbaí í persónulegum erindagjörðum á fimmtudaginn, hálfum mánuði eftir að hún sneri heim úr átta ára sjálfskipaðri útlegð. Hún var hrædd um að Pervez Musharraf, forseti, setti neyðarlög meðan hún væri í burtu og sú varð raunin. Tilkynnt var í dag að hann hefði lýst yfir neyðarástandi og tekið sér alræðisvald. Þrátt fyrir það starfa ríkisstjórn og þing áfram. Tíðar árásir herskárra múslima og afskitpi dómsvaldsins af framkvæmdavaldinu eru ástæður aðgerðanna. Hæstiréttur á eftir að skera úr um kjörgengi Musharraffs í forsetakosningum á þingi í síðasta mánuði. Tekist var á um hvort hann gæti boðið sig fram og haldið áfram að gegna embætti hæstráðanda hjá pakistanska hernum. Þrír dagar eru þar til kjörtímabili hans ljúki og nýtt tekur við og því stutt í úrskurð dómara. Hæstiréttur mun hafa neitað að samþykkja neyðarlög og var forseti hæstaréttar þá umsvifalaust rekinn og nýr skipaður í hans stað. Herinn umkringdi allar sjónvarps- og útvarpsstöðvar í landinu og slökkti á þeim einkareknu. Símasambandslaust er við stærstu borgir landsins. Margir voru handteknir. Stjórnmálaskýrendur segja forvitinlegt að sjá hvernig Búttó bregðist við þessu. Hún hafi snúið aftur í samvinnu við Musharraf en um leið boðað breytingar. Nú verði hún að ákveða hvort hún ætli að styðja forsetann eða taka sér stöðu með stjórnarandstöðunni og berjast gegn honum. Nú er óvíst hvort kosið verði til þings í janúar eins og áætlað var. Buttó ætlaði sér þá forsætisráðherraembættið. Búttó sneri aftur til Karachi í Pakistan eftir að fréttir bárust af sviptingum dagsins. Skothríð heyrðist í úthverfum borgarinnar og óttast margir að uppúr sjóði með ófyrirséðum afleiðingum. Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Neyðarástandi var lýst yfir í Pakistan í dag. Musharraf forseti tók sér alræðisvald og skipti um forseta hæstréttar. Dómstóllinn á enn eftir að úrskurða um kjörgengi Musharrafs í síðustu kosningum. Benasír Búttó, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, fór til Dúbaí í persónulegum erindagjörðum á fimmtudaginn, hálfum mánuði eftir að hún sneri heim úr átta ára sjálfskipaðri útlegð. Hún var hrædd um að Pervez Musharraf, forseti, setti neyðarlög meðan hún væri í burtu og sú varð raunin. Tilkynnt var í dag að hann hefði lýst yfir neyðarástandi og tekið sér alræðisvald. Þrátt fyrir það starfa ríkisstjórn og þing áfram. Tíðar árásir herskárra múslima og afskitpi dómsvaldsins af framkvæmdavaldinu eru ástæður aðgerðanna. Hæstiréttur á eftir að skera úr um kjörgengi Musharraffs í forsetakosningum á þingi í síðasta mánuði. Tekist var á um hvort hann gæti boðið sig fram og haldið áfram að gegna embætti hæstráðanda hjá pakistanska hernum. Þrír dagar eru þar til kjörtímabili hans ljúki og nýtt tekur við og því stutt í úrskurð dómara. Hæstiréttur mun hafa neitað að samþykkja neyðarlög og var forseti hæstaréttar þá umsvifalaust rekinn og nýr skipaður í hans stað. Herinn umkringdi allar sjónvarps- og útvarpsstöðvar í landinu og slökkti á þeim einkareknu. Símasambandslaust er við stærstu borgir landsins. Margir voru handteknir. Stjórnmálaskýrendur segja forvitinlegt að sjá hvernig Búttó bregðist við þessu. Hún hafi snúið aftur í samvinnu við Musharraf en um leið boðað breytingar. Nú verði hún að ákveða hvort hún ætli að styðja forsetann eða taka sér stöðu með stjórnarandstöðunni og berjast gegn honum. Nú er óvíst hvort kosið verði til þings í janúar eins og áætlað var. Buttó ætlaði sér þá forsætisráðherraembættið. Búttó sneri aftur til Karachi í Pakistan eftir að fréttir bárust af sviptingum dagsins. Skothríð heyrðist í úthverfum borgarinnar og óttast margir að uppúr sjóði með ófyrirséðum afleiðingum.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira