Íslenski boltinn

Þrír kostir hjá Ágústi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ágúst Gylfason er hættur hjá KR.
Ágúst Gylfason er hættur hjá KR.

Ágúst Gylfason mun ákveða sig bráðlega hvað hann gerir næsta leiktímabil. Ágúst mun ganga til liðs við Fjölni, Leikni eða Reyni Sandgerði. Þetta sagði hann í samtali við vefsíðuna Fótbolti.net.

Hann er með tilboð í höndunum frá öllum þessum þremur félögum. Fjölnir er nýliði í Landsbankadeildinni og vill fá Ágúst í leikmannahóp liðsins. 1. deildarlið Leiknis er í leit að aðstoðarþjálfara og hefur boðið honum að verða spilandi aðstoðarþjálfari.

Reynir féll úr 1. deildinni í sumar og hefur boðið Ágústi að gerast spilandi aðalþjálfari liðsins.

Ágúst er 36 ára en hann hefur undanfarin ár leikið með KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×