Íslenski boltinn

Heimir framlengir hjá FH

Elvar Geir Magnússon skrifar
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.

Heimir Snær Guðmundsson mun spila með FH á næsta tímabili en hann staðfesti í samtali við vefsíðuna Fótbolti.net að hann muni skrifa undir tveggja ára samning við liðið á næstu dögum.

Heimir er uppalinn FH-ingur en spilaði á lánssamningi með Fjölni í 1. deildinni nú í sumar. Hann lék stórt hlutverki í liði Fjölnismanna sem vann sér sæti í Landsbankadeildinni á næstu leiktíð.

Heimir segist ákveðinn í að spila stærra hlutverk hjá FH en hann hefur gert síðustu ár. Hans aðalstaða er á miðjunni en hann getur einnig leikið í vörninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×