Eiður fékk loksins tækifæri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. október 2007 17:57 Leikmenn Villarreal fagna einu marka sinna í dag Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen kom í fyrsta sinn á tímabilinu við sögu hjá Barcelona. Hann kom inn á sem varamaður þegar Barcelona tapaði fyrir Villarreal, 3-1. Cazorla skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Villarreal á 2. mínútu. Marcos Senna bætti öðru við úr vítaspyrnu á 14. mínútu en hinn ungi Bojan Krkic minnkaði muninn fyrir Börsunga tíu mínútum síðar. Marcos Senna skoraði öðru sinni úr víti á 35. mínútu og þrátt fyrir að Rijkaard hafi teflt fram afar sókndjörfu liði í seinni hálfleik tókst Börsungum ekki að minnka muninn frekar. Krkic var í fyrsta skipti í byrjunarliði Barcelona og skoraði sitt fyrsta mark með aðalliðinu. Hann er ekki nema sautján ára gamall. Krkic fékk tækifærið í fjarveru Ronaldinho sam missti af undirbúningi Börsunga fyrir leikinn þar sem hann var að spila með Brasilíu í undankeppni HM 2010 í vikunni. Í seinni hálfleik skipti Rijkaard út bakverðinum Oleguer fyrir annan ungan sóknarmann, Giovani dos Santos. Þetta var á 47. mínútu og Eiður Smári kom svo inn á fyrir Deco á 71. mínútu. Þar með var Barcelona með fimm framherja inn á vellinum því þeir Thierry Henry og Lionel Messi voru á sínum stað í byrjunarliðinu. Bojan var reyndar síðar tekinn af velli og Sylvinho kom inn í hans stað. Sevilla vann 2-0 sigur á Levante en Luis Fabiano skoraði bæði mörk Sevilla á fyrsta stundarfjórðungnum. Sevilla er í fimmtánda sæti deildarinnar sem stendur með sex stig. Villarreal komst hins vegar í annað sæti deildarinnar með sigrinum á Börsungum og Valencia fylgir fast á hæla liðsins í þriðja sæti. Bæði lið eru með átján stig. Valencia vann 4-2 sigur á Deportivo. Joaquin kom Valencia yfir með marki úr vítaspyrnu á 9. mínútu og Baraja bætti um betur sex mínútum síðar. Xisco minnkaði muninn á 29. mínútu en Fernando Morientes bætti við þriðja markinu á 38. mínútu. Hann skoraði svo aftur í síðari hálfleik og breytti stöðunni í 4-1. Bodipo skoraði annað mark Deportivo tíu mínútum fyrir leikslok en nær komust heimamenn ekki. Undir lok leiksins fékk svo Ivan Helguera varnarmaður Villarreal að líta gula spjaldið tvívegis á sömu mínútunni og þar með rautt. Spænski boltinn Tengdar fréttir Skoraði ellefu mörk í fjórtán landsleikjum Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. 17. október 2007 16:15 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen kom í fyrsta sinn á tímabilinu við sögu hjá Barcelona. Hann kom inn á sem varamaður þegar Barcelona tapaði fyrir Villarreal, 3-1. Cazorla skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Villarreal á 2. mínútu. Marcos Senna bætti öðru við úr vítaspyrnu á 14. mínútu en hinn ungi Bojan Krkic minnkaði muninn fyrir Börsunga tíu mínútum síðar. Marcos Senna skoraði öðru sinni úr víti á 35. mínútu og þrátt fyrir að Rijkaard hafi teflt fram afar sókndjörfu liði í seinni hálfleik tókst Börsungum ekki að minnka muninn frekar. Krkic var í fyrsta skipti í byrjunarliði Barcelona og skoraði sitt fyrsta mark með aðalliðinu. Hann er ekki nema sautján ára gamall. Krkic fékk tækifærið í fjarveru Ronaldinho sam missti af undirbúningi Börsunga fyrir leikinn þar sem hann var að spila með Brasilíu í undankeppni HM 2010 í vikunni. Í seinni hálfleik skipti Rijkaard út bakverðinum Oleguer fyrir annan ungan sóknarmann, Giovani dos Santos. Þetta var á 47. mínútu og Eiður Smári kom svo inn á fyrir Deco á 71. mínútu. Þar með var Barcelona með fimm framherja inn á vellinum því þeir Thierry Henry og Lionel Messi voru á sínum stað í byrjunarliðinu. Bojan var reyndar síðar tekinn af velli og Sylvinho kom inn í hans stað. Sevilla vann 2-0 sigur á Levante en Luis Fabiano skoraði bæði mörk Sevilla á fyrsta stundarfjórðungnum. Sevilla er í fimmtánda sæti deildarinnar sem stendur með sex stig. Villarreal komst hins vegar í annað sæti deildarinnar með sigrinum á Börsungum og Valencia fylgir fast á hæla liðsins í þriðja sæti. Bæði lið eru með átján stig. Valencia vann 4-2 sigur á Deportivo. Joaquin kom Valencia yfir með marki úr vítaspyrnu á 9. mínútu og Baraja bætti um betur sex mínútum síðar. Xisco minnkaði muninn á 29. mínútu en Fernando Morientes bætti við þriðja markinu á 38. mínútu. Hann skoraði svo aftur í síðari hálfleik og breytti stöðunni í 4-1. Bodipo skoraði annað mark Deportivo tíu mínútum fyrir leikslok en nær komust heimamenn ekki. Undir lok leiksins fékk svo Ivan Helguera varnarmaður Villarreal að líta gula spjaldið tvívegis á sömu mínútunni og þar með rautt.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Skoraði ellefu mörk í fjórtán landsleikjum Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. 17. október 2007 16:15 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Skoraði ellefu mörk í fjórtán landsleikjum Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. 17. október 2007 16:15