Erlent

Opnað fyrir netið en andófsmenn lokaðir inni

Þórir Guðmundsson skrifar
Munkar mótmæla ástandinu í Burma.
Munkar mótmæla ástandinu í Burma. MYND/AP

Stjórnvöld í Búrma hafa nú opnað fyrir netsamband í landinu og stytt útgöngubann sem hefur verið í gildi síðan mótmæli gegn þeim voru í hámarki fyrir tveimur vikum.

Þau hafa látið nokkra þeirra sem tóku þátt í mótmælunum lausa úr fangelsi en fregnir hafa einnig borist af nýjum handtökum á stjórnarandstæðingum. Þannig voru þrír þekktir stjórnarandstæðingar, sem allir hafa verið mörg ár í fangelsi, handteknir í gær.

Herforingjastjórnin í Búrma viðurkennir að tíu menn hafi látið lífið í átökum þegar ráðist var á mótmælendur en andófsmenn og erlendir stjórnarerindrekar segja að miklu fleiri hafi látið lífið, líklega hundruð manna.

Fjöldi munka var tekinn úr klaustrum og ekkert hefur til þeirra spurst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×