Erlent

Erindreki hjá SÞ dæmdur fyrir peningaþvætti

Maðurinn gegndi mikilvægu hlutverki hjá Sameinuðu þjóðunum, sem eru með höfuðstöðvar í New York.
Maðurinn gegndi mikilvægu hlutverki hjá Sameinuðu þjóðunum, sem eru með höfuðstöðvar í New York.
Rússneskur erindreki, Vladimir Kuznetsov, sem leiddi eitt sinn fjáröflunarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna var í dag dæmdur í meir en fjögurra ára fangelsi fyrir að taka þátt í að þvo 18 milljónir íslenskra króna og hirða hluta af peningunum. Kuznetsov var auk þess dæmdur til að greiða rúmar fjórar milljónir íslenskra króna í sekt. Lögmaður hans óskaði eftir mildum dómi vegna þess hversu dyggur diplómat hann hefði verið. Eftir réttarhöldin sagði Kuznetsov að hann myndi áfrýja dómnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×