Erlent

Launmorð með geislavirku eitri

Eitt af best geymdu leyndarmálum kalda stríðsins er nú komið í ljós. Bandaríski herinn kannaði það á sínum tíma hvort fýsilegt væri að nota geislavirkt eitur til launmorða á áhrifamiklum einstaklingum sem taldir voru óvinir Bandaríkjanna.

Rannsókn á þessum var samþykkt af æðstu stjórn hersins árið 1948. Hinsvegar er ekki vitað hvort launmorð af þessu tagi hafi nokkrun tíman verið framin. Morð af þessu tagi eru ekki óþekkt og nærtækt dæmi er morðið á Alexander Litvensko með polonium 210 í London fyrr í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×