Victor Valdez, markvörður Barcelona, segist ekki kippa sér upp við það þó hann sé ekki valinn í spænska landsliðshópinn þrátt fyrir góða frammistöðu. Hann segir að þeir sem gagnrýni valið á landsliðinu séu um leið að kasta rýrð á markverðina sem séu í landsliðinu.
Iker Casillas hjá Real Madrid og Pepe Reina hjá Liverpool hafa verið fastamenn í spænska landsliðinu og það þykir mörgum blóðugt vegna góðrar frammistöðu Valdes undanfarin ár - ekki síst nú í haust.
"Ég skil ekki af hverju fólk er að æsa sig fir þessu, því það er virðingarleysi við markverðina sem eru í landsliðinu," sagði Valdes.