Réttarrannsókn á láti Díönu prinsessu Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 8. október 2007 11:15 Könnun Sky fréttastofunnar sýnir að einn af hverjum þremur trúi að dauði prinsessunnar hafi ekki verið slys. MYND/AFP Meira en 10 árum eftir að Díana prinsessa lést í bílslysi í París hefur réttarrannsókn loks hafist á því hvað gerðist kvöldið örlagaríka þegar hún og ástmaður hennar Dodi Al Fayed létust. Dómari í málinu við konunglega réttinn er Lord Justice Scott Baker. Hann er einn einn virtasti dómari í Englandi og Wales, en gegnir nú stöðu aðstoðardánardómstjóra í vesturhluta London. Ellefu kviðdómendur munu taka afstöðu í rannsókninni. Þeir munu eyða tveimur dögum í París og meðal annars heimsækja staðinn þar sem parið lést í Pont de l´Alma göngunum. Þeir munu einnig heimsækja Ritz hótelið þar sem Díana og Dodi borðuðu áður en þau lögðu af stað í bílferðina örlagaríku og sjúkrahúsið þar sem Díana lést 31. ágúst árið 1997.Kviðdómendur heimsækja ParísLord Justice Scott Baker er einn virtasti dómari í Englandi og Wales.MYND/AFPRéttarrannsóknin hófst í síðustu viku við Hæstarétt í London. Kviðdómendum verður flogið í leiguvél til Parísar og munu í tvígang fara yfir síðustu stundirnar í lífi parsins. Fyrst að degi til, en svo í myrkri. Umferð verður stöðvuð á meðan svo kviðdómendur geti gengið um í Alma göngunum óáreitt.Dómarinn hefur beðið fjölmiðla að fylgja kviðdómendum ekki eftir með myndavélum og ekki að birta neinar myndir sem gætu sýnt andlit þeirra. Þá biður hann fjölmiðla að gefa ekki upp dvalarstað kviðdómenda, jafnvel þótt þeir komist að honum.Fjöldi lögmanna er við réttarhöldin. Þar á meðal lögmenn Lundúnarlögregelunnar, Ritz hótelsins og Mohamed Al Fayed, eiganda Harrods og föður Dodi. Þegar hann mætti í Hæstarétt við upphaf rannsóknarinnar mætti honum her fjölmiðlamanna hvaðanæva úr heiminum. Hann sagði fréttamönnum að hann vonaðist til að réttlætið næði fram að ganga fyrir Díönu og Dodi. Þau hafi verið myrt af bresku leyniþjónustunni MI6 eftir fyrirskipun frá konungsfjölskyldunni.Áhugi fjölmiðlaMohamed Al Fayed hefur beðið lengi eftir rannsókninni. Hér er hann á tali við fréttamenn fyrir utan réttinn.MYND/APÁgangur fjölmiðla að dómshúsinu er þvílíkur að einungis fulltrúar stærstu fjölmiðla eins og BBC, Sky, ITN og CBS News fá að sitja inni í réttarsalnum.Í garði þessa sögufræga dómshúss er nú tjald sem hýsir meðal annars fjölmiðlafólk sem ekki fékk gullpassann, sem veitir fáum útvöldum aðgang inn í réttarsalinn sjálfan.Í garðinum sem er á stærð við tvo tennisvelli er fjöldi sjónvarpsskjáa sem sýnir beint úr réttarsalnum. Myndir af skjölum og ljósmyndum sem lagðar eru fram í réttinum eru sýndar á sér skjám. Þá rúllar texti á öðrum skjám sem lýsir gangi mála í salnum og birtist um leið og hlutirnir gerast. Þar birtast stundum áhugaverðar stafsetningavillur eins og „pap rats" í stað paparazzi.Í réttarsalnum er áréttað fyrir kviðdómendum að hlutverk þeirra sé ekki að finna sökudólga, heldur ákveða hver dó, hvar, hvenær - og, mikilvægast af öllu, - hvernig.Dómarinn varar kviðdómendur við ágangi fjölmiðla. Þeir verði meira í fjölmiðlum en nokkur annar rannsóknarkviðdómur.Reiknað er með að réttarrannsóknin taki sex mánuði.Díana og Dodi ætluðu að borða á veitingastað í borginni en hættu við vegna ágangs ljósmyndara og borðuðu á hótelinu. Hér má sjá Díönu snúa til baka. Hún heldur fyrir andlit sitt til að forðast flass ljósmyndaranna.Parið labbar í gegnum anddyri Ritz hótelsins.Eftir kvöldverð á hótelinu ætlaði parið í íbúð Dodis en vegna fjölda ljósmyndara við aðalinngang var undirbúin brottför við þjónustuinngang bakatil.Mynd úr öryggismyndavél skartgripasala í París. Dodi mun hafa keypt trúlofunarhring þar fyrr um daginn og ætlað að biðja Díönu um kvöldið.Díana og Dodi haldast í hendur á meðan þau bíða merkis um að óhætt sé að fara út bakdyramegin og inn í bílinn. Henry Paul ökumaður talar við Dodi.Bílstjórinn Henry Paul á tali við starfsfólk Ritz hótelsins við aðalinnganginn þar sem fjöldi ljósmyndara beið. Á þeim tveimur klukkutímum sem parið var á hótelinu fór hann fimm sinnum út til ljósmyndaranna á Place Vendome og sást á tali við einhverja þeirra.Á þessari mynd mun Henry Paul vera að gefa ljósmyndurum merki þegar Díana og Dodi voru um það bil að yfirgefa hótelið.Díana og Dodi ganga út í bílinn sem bíður þeirra.Stuttu fyrir áreksturinn. Trevor Rees lífvörður situr í fremra farþegasætinu en Díana sést horfa út um afturgluggann. Ökumaðurinn Henry Paul mældist með þrefalt leyfilegt áfengismagn í blóðinu.Á slysstað í Pont de l´Alma göngunum.MYND/AFP Tengdar fréttir Kviðdómendur lentu í óhappi í París Rúta kviðdómenda í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu af Wales lenti í óhappi fyrir utan Ritz hótelið í París í dag. Hópur fréttamanna horfði á rútuna keyra á steypustólpa þegar hún ók upp að hótelinu með þeim afleiðingum að hvellsprakk. Ekki tók langan tíma að skipta um dekk og hópurinn gat haldið áfram að fara yfir síðustu stundirnar í lífi prinsessunnar og ástmanns hennar Dodi Fayed. 8. október 2007 16:11 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Meira en 10 árum eftir að Díana prinsessa lést í bílslysi í París hefur réttarrannsókn loks hafist á því hvað gerðist kvöldið örlagaríka þegar hún og ástmaður hennar Dodi Al Fayed létust. Dómari í málinu við konunglega réttinn er Lord Justice Scott Baker. Hann er einn einn virtasti dómari í Englandi og Wales, en gegnir nú stöðu aðstoðardánardómstjóra í vesturhluta London. Ellefu kviðdómendur munu taka afstöðu í rannsókninni. Þeir munu eyða tveimur dögum í París og meðal annars heimsækja staðinn þar sem parið lést í Pont de l´Alma göngunum. Þeir munu einnig heimsækja Ritz hótelið þar sem Díana og Dodi borðuðu áður en þau lögðu af stað í bílferðina örlagaríku og sjúkrahúsið þar sem Díana lést 31. ágúst árið 1997.Kviðdómendur heimsækja ParísLord Justice Scott Baker er einn virtasti dómari í Englandi og Wales.MYND/AFPRéttarrannsóknin hófst í síðustu viku við Hæstarétt í London. Kviðdómendum verður flogið í leiguvél til Parísar og munu í tvígang fara yfir síðustu stundirnar í lífi parsins. Fyrst að degi til, en svo í myrkri. Umferð verður stöðvuð á meðan svo kviðdómendur geti gengið um í Alma göngunum óáreitt.Dómarinn hefur beðið fjölmiðla að fylgja kviðdómendum ekki eftir með myndavélum og ekki að birta neinar myndir sem gætu sýnt andlit þeirra. Þá biður hann fjölmiðla að gefa ekki upp dvalarstað kviðdómenda, jafnvel þótt þeir komist að honum.Fjöldi lögmanna er við réttarhöldin. Þar á meðal lögmenn Lundúnarlögregelunnar, Ritz hótelsins og Mohamed Al Fayed, eiganda Harrods og föður Dodi. Þegar hann mætti í Hæstarétt við upphaf rannsóknarinnar mætti honum her fjölmiðlamanna hvaðanæva úr heiminum. Hann sagði fréttamönnum að hann vonaðist til að réttlætið næði fram að ganga fyrir Díönu og Dodi. Þau hafi verið myrt af bresku leyniþjónustunni MI6 eftir fyrirskipun frá konungsfjölskyldunni.Áhugi fjölmiðlaMohamed Al Fayed hefur beðið lengi eftir rannsókninni. Hér er hann á tali við fréttamenn fyrir utan réttinn.MYND/APÁgangur fjölmiðla að dómshúsinu er þvílíkur að einungis fulltrúar stærstu fjölmiðla eins og BBC, Sky, ITN og CBS News fá að sitja inni í réttarsalnum.Í garði þessa sögufræga dómshúss er nú tjald sem hýsir meðal annars fjölmiðlafólk sem ekki fékk gullpassann, sem veitir fáum útvöldum aðgang inn í réttarsalinn sjálfan.Í garðinum sem er á stærð við tvo tennisvelli er fjöldi sjónvarpsskjáa sem sýnir beint úr réttarsalnum. Myndir af skjölum og ljósmyndum sem lagðar eru fram í réttinum eru sýndar á sér skjám. Þá rúllar texti á öðrum skjám sem lýsir gangi mála í salnum og birtist um leið og hlutirnir gerast. Þar birtast stundum áhugaverðar stafsetningavillur eins og „pap rats" í stað paparazzi.Í réttarsalnum er áréttað fyrir kviðdómendum að hlutverk þeirra sé ekki að finna sökudólga, heldur ákveða hver dó, hvar, hvenær - og, mikilvægast af öllu, - hvernig.Dómarinn varar kviðdómendur við ágangi fjölmiðla. Þeir verði meira í fjölmiðlum en nokkur annar rannsóknarkviðdómur.Reiknað er með að réttarrannsóknin taki sex mánuði.Díana og Dodi ætluðu að borða á veitingastað í borginni en hættu við vegna ágangs ljósmyndara og borðuðu á hótelinu. Hér má sjá Díönu snúa til baka. Hún heldur fyrir andlit sitt til að forðast flass ljósmyndaranna.Parið labbar í gegnum anddyri Ritz hótelsins.Eftir kvöldverð á hótelinu ætlaði parið í íbúð Dodis en vegna fjölda ljósmyndara við aðalinngang var undirbúin brottför við þjónustuinngang bakatil.Mynd úr öryggismyndavél skartgripasala í París. Dodi mun hafa keypt trúlofunarhring þar fyrr um daginn og ætlað að biðja Díönu um kvöldið.Díana og Dodi haldast í hendur á meðan þau bíða merkis um að óhætt sé að fara út bakdyramegin og inn í bílinn. Henry Paul ökumaður talar við Dodi.Bílstjórinn Henry Paul á tali við starfsfólk Ritz hótelsins við aðalinnganginn þar sem fjöldi ljósmyndara beið. Á þeim tveimur klukkutímum sem parið var á hótelinu fór hann fimm sinnum út til ljósmyndaranna á Place Vendome og sást á tali við einhverja þeirra.Á þessari mynd mun Henry Paul vera að gefa ljósmyndurum merki þegar Díana og Dodi voru um það bil að yfirgefa hótelið.Díana og Dodi ganga út í bílinn sem bíður þeirra.Stuttu fyrir áreksturinn. Trevor Rees lífvörður situr í fremra farþegasætinu en Díana sést horfa út um afturgluggann. Ökumaðurinn Henry Paul mældist með þrefalt leyfilegt áfengismagn í blóðinu.Á slysstað í Pont de l´Alma göngunum.MYND/AFP
Tengdar fréttir Kviðdómendur lentu í óhappi í París Rúta kviðdómenda í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu af Wales lenti í óhappi fyrir utan Ritz hótelið í París í dag. Hópur fréttamanna horfði á rútuna keyra á steypustólpa þegar hún ók upp að hótelinu með þeim afleiðingum að hvellsprakk. Ekki tók langan tíma að skipta um dekk og hópurinn gat haldið áfram að fara yfir síðustu stundirnar í lífi prinsessunnar og ástmanns hennar Dodi Fayed. 8. október 2007 16:11 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Kviðdómendur lentu í óhappi í París Rúta kviðdómenda í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu af Wales lenti í óhappi fyrir utan Ritz hótelið í París í dag. Hópur fréttamanna horfði á rútuna keyra á steypustólpa þegar hún ók upp að hótelinu með þeim afleiðingum að hvellsprakk. Ekki tók langan tíma að skipta um dekk og hópurinn gat haldið áfram að fara yfir síðustu stundirnar í lífi prinsessunnar og ástmanns hennar Dodi Fayed. 8. október 2007 16:11