Fótbolti

Eiður enn á bekknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lionel Messi og Ronaldinho fagna marki þess fyrrnefnda í dag.
Lionel Messi og Ronaldinho fagna marki þess fyrrnefnda í dag. Nordic Photos / Getty Images

Eiður Smári Guðjohnsen kom ekkert við sögu í 3-0 sigri Barcelona á Atletico Madrid í dag.

Deco og Lionel Messi komu Barcelona í 2-0 áður en tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum.

Þriðja markið kom ekki fyrr en í blálokin þegar varamaðurinn Giovani Dos Santos lagði upp mark fyrir Xavi.

Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, notaði aðeins tvær skiptingar í leiknum. Giovani kom inn á fyrir Ronaldinho á 80. mínútu og fimm mínútum síðar fékk hinn ungi Bojan Krkic að spreyta sig í stað Thierry Henry.

Real Madrid vann 2-0 sigur á Recreativo en Sevilla tapaði á heimavelli, 1-0, fyrir Deportivo.

Ruud van Nistelrooy skoraði fyrra mark Real Madrid en Gonzalo Higuain bætti við öðru í lokin.

Riki skoraði sigurmark Deportivo gegn Sevilla.

Real Madrid er á toppi deildarinnar með nítján stig og Börsungar koma næstir með sautján.

Villarreal og Valencia fylgja fast á hæla þeirra með fimmtán stig en bæði þessi lið töpuðu um helgina.

Valencia í gær fyrir Espanyol á heimavelli, 2-1, og Villarreal lá á útivelli fyrir Osasuna, 3-2.

Úrslit annarra leikja:

Athletic-Almeria 1-1

Mallorca-Getafe 4-2

Real Murcia-Real Betis 0-0

Zaragoza-Levante 3-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×