Fótbolti

Loksins vann Bröndby á Jótlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefán Gíslason lék allan leikinn fyrir Bröndby.
Stefán Gíslason lék allan leikinn fyrir Bröndby.

Stefán Gíslason og félagar í Bröndby unnu í gær sinn fyrsta sigur á Jótlandi í um tvö ár.

Bröndby vann 2-1 sigur á Viborg en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.

Martin Retov skoraði bæði mörk Bröndby en Luiz Carlos fyrir Viborg.

Bröndby missti mann af velli á lokamínútu fyrri hálfleik en hélt engu að síður forystunni í síðari hálfleik.

Stefán lék allan leikinn en Rúrik Gíslason síðustu 23 mínúturnar í liði Viborg.

Bröndby skaust upp í níunda sæti úr því ellefta með sigrinum en Viborg er nú í tíunda sæti deildarinnar.

Þriðja Íslendingaliðið í deildinni, AGF, er í ellefta sæti deildarinnar eins og stendur en liðið mætir AaB á morgun. Kári Árnason leikur með AGF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×