Erlent

Þingmenn í flokki Bhutto ætla að segja af sér

Pervez Musharaf sækist eftir endurkjöri á forsetastóli.
Pervez Musharaf sækist eftir endurkjöri á forsetastóli. MYND/Reuters

Þingmenn í flokki Benazir Bhuttto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, ætla að segja af sér þingmennsku áður en þingmenn kjósa nýjan forseta landsins. Pervez Musharaf forseti sækist eftir endurkjöri en til þess að af því megi verða þarf hann stuðning þingsins.

Benazir Bhutto sagði í viðtali við fréttastofu Reuters allar líkur vera á því að þingmenn flokks hennar segi af sér fyrir kosningarnar sem fram fara 6. október næstkomandi. Hún sagði einnig að afsagnirnar myndu verða mikið áfall fyrir Musharaf þar sem lögmæti kosninganna verði dregið í efa njóti hann ekki stuðnings þingmannanna.

Bhutto hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Bretlandi frá árinu 1991 en hún hraktist frá völdum í kjölfar ásakana um spillingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×