Erlent

Minnkandi atvinnuleysi í Þýskalandi

MYND/AFP

Atvinnuleysi í Þýskalandi er minna nú en það hefur verið síðastliðinn tólf ár samkvæmt tölum frá þýsku vinnumálastofnuninni. Alls voru 3,5 milljónir Þjóðverja án atvinnu í septembermánuði.

Atvinnuleysi í Þýskalandi mælist nú 8,4 prósent.

Atvinnulausum fækkaði um 162 þúsund manns frá ágústmánuði til septembers. Á einu ári hefur atvinnulausum fækkað um 694 þúsund manns.

Sérfræðingar í Þýskalandi eru bjartsýnir á að ástandið eigi eftir að lagast enn frekar á næstu mánuðum og spá minnkandi atvinnuleysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×