Innlent

Réttlætinu verður aldrei fullnægt

Faðir eins fórnarlambsins segir að þótt dómurinn sé mikill léttir þá bæti hann aldrei þau ör sem dóttur hans ber á sálinni.
Faðir eins fórnarlambsins segir að þótt dómurinn sé mikill léttir þá bæti hann aldrei þau ör sem dóttur hans ber á sálinni. Myndin er sviðsett

Faðir einnar stúlkunnar sem lenti í klóm Róberts Árna Hreiðarssonar segir það mikinn létti að dómur hafi verið kveðinn upp í máli Róberts gegn dóttur hans og þremur öðrum stúlkum. Hann segir þó að dómurinn eða miskabætur geti aldrei bætt upp fyrir þau ör sem dóttir hans mun bera á sálinni til æviloka. Róbert Árni fékk þriggja ára óskilorðsbundinn dóm.

"Þetta er auðvitað skref í rétta átt en réttlætinu verður aldrei fullnægt. Það er mikill léttir að þessi lota sé búinn en enginn dómur eða miskabætur geta bætt upp fyrir þau ör sem dóttir mín ber á sálinni eftir þetta," segir faðirinn.

Hann segist þó bíða eftir því að málið verði tekið fyrir í Hæstarétti. "Ég vona að þeir taki ekki á þessu máli með neinum silkihönskum eins og þeir hafa stundum gert."

Hann þakkar fréttaþættinum Kompás, sem fjallaði um mál Róberts Árna í síðustu viku, fyrir þeirra innlegg. "Umfjöllunin hafði áhrif. Það er ekki nokkur spurning. Ég er mjög ánægður með að þetta hafi virkað."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×