Enski boltinn

Crouch á leið til Portsmouth?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Crouch fagnar marki sem hann skoraði gegn Toulouse í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Crouch fagnar marki sem hann skoraði gegn Toulouse í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Nordic Photos / Getty Images

Sú saga gengur fjöllum hærra að Peter Crouch sé á leið frá Liverpool í janúar næstkomandi og gangi aftur til liðs við sitt gamla félag, Portsmouth.

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur sagt Crouch að hann eigi heima í framtíðaráætlunum sínum fyrir liðið. Framherjinn hávaxni er þó orðinn þreyttur á bekkjarsetunni og hefur áhyggjur af því að það gæti kostað hann sæti sitt í enska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×