Innlent

Listi yfir 10 menguðust borgir í heimi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Listi yfir 10 menguðustu staði í heiminum hefur litið dagsins ljós. Blacksmith stofnunin í Bandaríkjunum birti listann í skýrslu sem stofnunin gefur út. Þessir staðir eru í gömlu Sovétríkjunum, Rússlandi, Kína og Indlandi. Perú og Zambía voru einnig á listanum.

Samkvæmt skýrslu Blacksmith stofnunarinnar verða 12 milljónir manna fyrir áhrifum frá menguninni, sem orsakast að mestu leyti af efna-, málm- og námuiðnaði. Mengunin leiðir í mörgum tilfellum til krónískra veikinda og ótímabærra dauðsfalla.

Eftirtaldir staðir eru á lista yfir þá 10 menguðustu.

Sumgayit í Azerbaijan

Linfen í Kína

Tianying í Kína

Sukinda í Indlandi

Vapi í Indlandi

La Oroya í Perú

Dzerzhinsk í Rússlandi

Norilsk í Rússlandi

Chernobyl í Úkraíinu

Kabwe í Zambiu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×